Það var mikil dramatík er GOG og Kristianstad mættust í Meistaradeild Evrópu en liðin skildu jöfn í miklum markaleik, 37-37.
Gestirnir frá Svíþjóð voru sterkari í fyrri hálfleiknum og voru 19-15 er liðin gengu til búningsherbergja.
Danirnir komust betur inn í leikinn í síðari hálfleik og voru yfir er ein mínúta var eftir en Ólafur Guðmundsson jafnaði metin í 37-37 og þar við sat.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir GOG en með liðinu leika einnig þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Arnar Freyr Arnarsson.
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk úr fimmtán skotum fyrir Kristianstad en Ólafur skoraði fjögur.
GOG er nú með níu stig í riðlinum eftir sjö leiki en þetta var fjórða stig Kristianstad sem er botni riðilsins.
Ólafur tryggði Kristianstad jafntefli í 74 marka Íslendingaslag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn


Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn


Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn

Fleiri fréttir
