Dæmdur í sex ára fangelsi fyrir „heiftúðuga og lífshættulega“ tilraun til manndráps Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 22:00 Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. vísir/vilhelm Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann var auk þess dæmdur til að greiða brotaþola hátt í tvær milljónir í miska- og skaðabótætur auk þess sem hann var dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa, aðfaranótt fimmtudagsins 10. júlí síðastliðinn, ráðist á mann með eggvopni í heimahúsi með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut lífshættulega áverka og flytja þurfti hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Það er mat dómsins að árásarmaðurinn sé sakhæfur. Áfengisáhrif og lítilsháttar lyfjaáhrif á verknaðarstundu leysi hann ekki undan refsingu. Sigurður hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar en það hafði áhrif á niðurstöðu dómsins. Brotið er afar alvarlegt en að mati dómsins sýndi Sigurður einbeittan brotavilja við verknaðinn. Fyrir liggur að hann fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola, í um eins og hálfs kílómetra vegalengd, þar sem hann réðst á brotaþola og beitti eggvopni margsinnis með heiftúðlegum hætti gegn honum og veitti honum lífshættulega áverka. Í málinu liggur fyrir niðurstaða rannsóknarstofu vegna DNA-rannsóknar, sem gerð var á sýnum og samanburðarsýnum sem tekin voru af brotaþola og úr blettum sem fundust á haldlögðum fatnaði og hnífum hins seka. Læknar segja að árásin hafi verið heiftúðug og lífshættuleg. Álit dómsins er sú að lögfull sönnun hefði fram komið fyrir því að Sigurður hefði ráðist á brotaþola á heimili hans og margsinnis stungið hann með þeim hnífum sem hann hafði með sér frá heimili sínu. Nær fumlaus viðbrögð nærstaddra aðila, og þeirra sem á eftir komu, ásamt aðstæðum á vettvangi, eru sögð hafa orðið til þess að ekki fór verr.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53 Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar Maðurinn sem grunaður er um alvarlega hnífstunguárás í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags mun kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. 12. júlí 2019 14:53
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51