Upplýstari en flestir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 29. nóvember 2019 09:00 Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.Björkin Björkin er fæðingarstofa staðsett í Síðumúla þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið að fæða. Þar starfa tvö þriggja manna teymi ljósmæðra sem veita persónulega en jafnframt faglega þjónustu. Verðandi foreldrar tilheyra öðru ljósmæðrateyminu og hitta allar þrjár ljósmæðurnar á meðgöngunni frá 34. viku. Tvær þeirra munu síðan koma til með að vera viðstaddar fæðinguna og ein þeirra sinnir að lokum heimaþjónustu eftir fæðingu. Þannig fæst mikil samfella í þjónustunni en rannsóknir sýna að samfelld þjónusta og samfelldur stuðningur í fæðingu gefi betri útkomu og upplifun af fæðingunni. Þá sinna ljósmæður Bjarkarinnar einnig heimafæðingum með sama hætti. Í fyrsta viðtali hjá Björkinni, sem á sér stað einhvern tímann eftir 20 vikna meðgöngu, er farið yfir ýmis skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla til þess að fæða þar. Það er gert vegna þess að séu konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og/eða fyrir fæðingu er fæðing frekar ráðlögð á sjúkrahúsi þar sem hægt er að framkvæma ýmis inngrip ef nauðsyn krefur. Samþykkið felur einnig í sér að sjái ljósmæðurnar ástæðu til flutnings á sjúkrahús treysta verðandi foreldrar þekkingu þeirra og verða við því að flytjast. Upplýst samþykki Þegar Björkin- fæðingarstofa sótti um leyfi til Embættis landlæknis fyrir rekstri var þeim skylt að útbúa plagg um upplýst samþykki til þess að fólk væri meðvitað um hvað það væri að velja: fæðingu utan sjúkrahúss. Þetta svipar til þess þegar kona er á leið í fyrirfram ákveðinn keisara og þarf að skrifa undir upplýst samþykki um aðgerðina, enda er keisaraskurður stór kviðarholsaðgerð sem getur haft ýmsa fylgikvilla. Plagg um upplýst samþykki ber óneitanlega með sér dulin skilaboð um að ákveðin hætta sé til staðar og sem starfandi ljósmóðir vakti þetta áhuga minn af tveimur ástæðum: Samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá NICE[1], sem við styðjumst að miklu leyti við í barneignarþjónustu hér á landi, eiga ljósmæður að upplýsa allar konur sem eru án áhættuþátta fyrir fæðingu að fæðing sé alla jafna örugg bæði fyrir móður og barn. Hvetja á allar hraustar konur sem eiga von á heilbrigðu barni til að fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða fæðingarheimili utan sjúkrahúss. Í þeim tilvikum er tíðni inngripa í fæðingu lægri en útkoma barns sú sama og á spítala. Konur sem hafa áður fætt og það gengið vel eru enn fremur hvattar til að fæða heima en örlítið verri útkoma (0,4%) er fyrir barn kvenna með fyrsta barn sem stefna að heimafæðingu. Þess vegna er þeim frekar ráðlagt að fæða á ljósmóðurrekinni einingu en heima. NICE leiðbeiningarnar byggja á breskum rannsóknum sem gerðar voru á 64 þúsund tilfellum fæðinga hjá hraustum konum í eðlilegri meðgöngu. Þær sýndu að tíðni inngripa, þ.e. áhaldafæðinga, keisarafæðinga, notkun sterkra verkjalyfja og mænurótardeyfingar, var hærri hjá hraustumkonum sem stefndu á fæðingu á spítala en hjá hraustum konum sem stefndu á fæðingu á ljósmóðurreknum einingum eða heima, sama hvar fæðingin endaði. Svipaðar niðurstöður komu fram í doktorsrannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur á heimafæðingum á Íslandi en notkun hríðarörvandi lyfja, þörf fyrir mænurótardeyfingu og blæðing eftir fæðingu var minni hjá konum sem stefndu á heimafæðingu en hjá þeim sem stefndu á fæðingu á sjúkrahúsi í rannsókn hennar. Val af (niður)skornum skammti Langflestar konur velja að fæða á Landspítalanum sem er langstærsti fæðingarstaður landsins, hvort sem þær eru í lítilli áhættu eða ekki. Það er kannski ekki furða þar sem konur í dag hafa í rauninni ekki mikið val um fæðingarstað vegna þess að á síðustu árum er búið að loka mörgum fæðingarstöðum - bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og Hreiðrinu, sem voru bæði ljósmóðurreknar einingar í höndum ríkisins, báðum lokað þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma. Fæðingarheimilinu var lokað árið 1995 því það þótti ekki nógu öruggur staður til að fæða á á sínum tíma. Nú er hins vegar búið að sýna fram á annað. Hreiðrið, ljósmæðrarekin eining innan spítalans, kom síðar í staðinn sem valkostur fyrir hraustar konur en því var lokað árið 2014 þegar það sameinaðist Fæðingarvakt Landspítalans. Aðrir fæðingarstaðir en LSH nálægt höfuðborgasvæðinu Fæðingarstofa Bjarkarinnar er sjálfstætt starfandi eining sem tekur einungis við 10-12 konum á mánuði og er biðlisti eftir þjónustunni þar. Konur í Reykjavík og nágrenni geta einnig valið um að fæða heima en það eru nokkrar ljósmæður sem sinna heimafæðingum á Höfuðborgasvæðinu. Á heilbrigðisstofnun Keflavíkur og á Selfossi eru ljósmóðurreknar einingar þar sem konur geta fætt í sinni heimabyggð ef þær vilja vera á ljósmóðurrekinni einingu. Þar þarf einnig að skrifa undir upplýst samþykki og samþykki um mögulegan flutning á sjúkrahús ef upp koma áhættuþættir. Að lokum er einnig hægt að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi sem er talsvert minni eining en Landspítalinn. Upplýstari Eftir að hafa gengið í gegnum undirbúninginn um væntanlegt fæðingarferli hjá Björkinni erum ég og maki minn líklega upplýstari en flestir tilvonandi foreldrar sem stefna á að fæða á spítala. Ef markmiðið er að standa vörð um fæðingar án inngripa hér á landi er því vert að velta þeirri spurningu upp hvort ekki þurfi að breyta heildarnálgun varðandi undirbúning, fræðslu og upplýst samþykki í meðgönguvernd í tengslum við val á fæðingarstað. Ef allir þyrftu að skrifa undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað, óháð vali, væri jafnræðis gætt og allir væru jafn upplýstir. Þá er ekki ólíklegt að eftirspurn eftir fleiri ljósmæðrareknum einingum á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast enn frekar.[1]The National Institute for Health and Care Excellence, síðast uppfært 2017 Höfundur er ljósmóðir.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Rómur Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.Björkin Björkin er fæðingarstofa staðsett í Síðumúla þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið að fæða. Þar starfa tvö þriggja manna teymi ljósmæðra sem veita persónulega en jafnframt faglega þjónustu. Verðandi foreldrar tilheyra öðru ljósmæðrateyminu og hitta allar þrjár ljósmæðurnar á meðgöngunni frá 34. viku. Tvær þeirra munu síðan koma til með að vera viðstaddar fæðinguna og ein þeirra sinnir að lokum heimaþjónustu eftir fæðingu. Þannig fæst mikil samfella í þjónustunni en rannsóknir sýna að samfelld þjónusta og samfelldur stuðningur í fæðingu gefi betri útkomu og upplifun af fæðingunni. Þá sinna ljósmæður Bjarkarinnar einnig heimafæðingum með sama hætti. Í fyrsta viðtali hjá Björkinni, sem á sér stað einhvern tímann eftir 20 vikna meðgöngu, er farið yfir ýmis skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla til þess að fæða þar. Það er gert vegna þess að séu konur með sérstaka áhættuþætti á meðgöngu og/eða fyrir fæðingu er fæðing frekar ráðlögð á sjúkrahúsi þar sem hægt er að framkvæma ýmis inngrip ef nauðsyn krefur. Samþykkið felur einnig í sér að sjái ljósmæðurnar ástæðu til flutnings á sjúkrahús treysta verðandi foreldrar þekkingu þeirra og verða við því að flytjast. Upplýst samþykki Þegar Björkin- fæðingarstofa sótti um leyfi til Embættis landlæknis fyrir rekstri var þeim skylt að útbúa plagg um upplýst samþykki til þess að fólk væri meðvitað um hvað það væri að velja: fæðingu utan sjúkrahúss. Þetta svipar til þess þegar kona er á leið í fyrirfram ákveðinn keisara og þarf að skrifa undir upplýst samþykki um aðgerðina, enda er keisaraskurður stór kviðarholsaðgerð sem getur haft ýmsa fylgikvilla. Plagg um upplýst samþykki ber óneitanlega með sér dulin skilaboð um að ákveðin hætta sé til staðar og sem starfandi ljósmóðir vakti þetta áhuga minn af tveimur ástæðum: Samkvæmt klínískum leiðbeiningum frá NICE[1], sem við styðjumst að miklu leyti við í barneignarþjónustu hér á landi, eiga ljósmæður að upplýsa allar konur sem eru án áhættuþátta fyrir fæðingu að fæðing sé alla jafna örugg bæði fyrir móður og barn. Hvetja á allar hraustar konur sem eiga von á heilbrigðu barni til að fæða á ljósmæðrarekinni einingu eða fæðingarheimili utan sjúkrahúss. Í þeim tilvikum er tíðni inngripa í fæðingu lægri en útkoma barns sú sama og á spítala. Konur sem hafa áður fætt og það gengið vel eru enn fremur hvattar til að fæða heima en örlítið verri útkoma (0,4%) er fyrir barn kvenna með fyrsta barn sem stefna að heimafæðingu. Þess vegna er þeim frekar ráðlagt að fæða á ljósmóðurrekinni einingu en heima. NICE leiðbeiningarnar byggja á breskum rannsóknum sem gerðar voru á 64 þúsund tilfellum fæðinga hjá hraustum konum í eðlilegri meðgöngu. Þær sýndu að tíðni inngripa, þ.e. áhaldafæðinga, keisarafæðinga, notkun sterkra verkjalyfja og mænurótardeyfingar, var hærri hjá hraustumkonum sem stefndu á fæðingu á spítala en hjá hraustum konum sem stefndu á fæðingu á ljósmóðurreknum einingum eða heima, sama hvar fæðingin endaði. Svipaðar niðurstöður komu fram í doktorsrannsókn Berglindar Hálfdánsdóttur á heimafæðingum á Íslandi en notkun hríðarörvandi lyfja, þörf fyrir mænurótardeyfingu og blæðing eftir fæðingu var minni hjá konum sem stefndu á heimafæðingu en hjá þeim sem stefndu á fæðingu á sjúkrahúsi í rannsókn hennar. Val af (niður)skornum skammti Langflestar konur velja að fæða á Landspítalanum sem er langstærsti fæðingarstaður landsins, hvort sem þær eru í lítilli áhættu eða ekki. Það er kannski ekki furða þar sem konur í dag hafa í rauninni ekki mikið val um fæðingarstað vegna þess að á síðustu árum er búið að loka mörgum fæðingarstöðum - bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík var fæðingarheimilinu við Eiríksgötu og Hreiðrinu, sem voru bæði ljósmóðurreknar einingar í höndum ríkisins, báðum lokað þrátt fyrir miklar vinsældir á sínum tíma. Fæðingarheimilinu var lokað árið 1995 því það þótti ekki nógu öruggur staður til að fæða á á sínum tíma. Nú er hins vegar búið að sýna fram á annað. Hreiðrið, ljósmæðrarekin eining innan spítalans, kom síðar í staðinn sem valkostur fyrir hraustar konur en því var lokað árið 2014 þegar það sameinaðist Fæðingarvakt Landspítalans. Aðrir fæðingarstaðir en LSH nálægt höfuðborgasvæðinu Fæðingarstofa Bjarkarinnar er sjálfstætt starfandi eining sem tekur einungis við 10-12 konum á mánuði og er biðlisti eftir þjónustunni þar. Konur í Reykjavík og nágrenni geta einnig valið um að fæða heima en það eru nokkrar ljósmæður sem sinna heimafæðingum á Höfuðborgasvæðinu. Á heilbrigðisstofnun Keflavíkur og á Selfossi eru ljósmóðurreknar einingar þar sem konur geta fætt í sinni heimabyggð ef þær vilja vera á ljósmóðurrekinni einingu. Þar þarf einnig að skrifa undir upplýst samþykki og samþykki um mögulegan flutning á sjúkrahús ef upp koma áhættuþættir. Að lokum er einnig hægt að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi sem er talsvert minni eining en Landspítalinn. Upplýstari Eftir að hafa gengið í gegnum undirbúninginn um væntanlegt fæðingarferli hjá Björkinni erum ég og maki minn líklega upplýstari en flestir tilvonandi foreldrar sem stefna á að fæða á spítala. Ef markmiðið er að standa vörð um fæðingar án inngripa hér á landi er því vert að velta þeirri spurningu upp hvort ekki þurfi að breyta heildarnálgun varðandi undirbúning, fræðslu og upplýst samþykki í meðgönguvernd í tengslum við val á fæðingarstað. Ef allir þyrftu að skrifa undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað, óháð vali, væri jafnræðis gætt og allir væru jafn upplýstir. Þá er ekki ólíklegt að eftirspurn eftir fleiri ljósmæðrareknum einingum á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast enn frekar.[1]The National Institute for Health and Care Excellence, síðast uppfært 2017 Höfundur er ljósmóðir.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun