Heimsótti alla NFL-vellina á 84 dögum og setti heimsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2019 09:45 Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings. mynd/instagram Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26 Bandaríkin NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26
Bandaríkin NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira