Mikil óánægja á BUGL Ari brynjólfsson skrifar 29. nóvember 2019 08:00 Mikil starfsmannavelta hefur verið meðal fagfólks á Barna- og unglingageðdeild, BUGL, síðastliðin ár eða um 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira