Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira