Ótrúlegt mannhaf beið Flamengo í Rio Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Það var stemning í Rio í gær vísir/getty Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu. Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Einn stærsti leikur félagsliðafótboltans á ári hverju er úrslitaleikur Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku, og hann olli engum vonbrigðum í ár þegar tvö af stærstu liðum álfunnar mættust á laugardag þar sem Flamengo, stærsta lið Brasilíu, atti kappi við River Plate, annað af tveimur stærstu liðum Argentínu. Leikið var í Lima, höfuðborg Perú, og stefndi allt í að River Plate væri að fara að vinna keppnina annað árið í röð þegar Gabriel Barbosa, lánsmaður frá Inter Milan, tók til sinna ráða og skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins. Lokatölur 2-1 eftir svakalega dramatík. Flamengo er bæði ríkasta félag Brasilíu og það félag sem á flesta stuðningsmenn og það sást bersýnilega þegar liðið sneri heim til Rio de Janeiro í gær. Tugir þúsunda fylltu stræti brasilísku stórborgarinnar og hylltu hetjur sínar. Endaði með átökum við lögregluEitthvað virðist fögnuðurinn þó hafa farið úr böndunum því áður en yfir lauk greip óeirðalögreglan til átaka við stuðningsmenn Flamengo. Steinum og flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem sinntu öryggisgæslu og svaraði lögreglan því með að grípa til vopna. Óeirðalögreglan batt endi á fögnuðinnvísir/gettyFlamengo er sögufrægt félag að mörgu leyti þó það sé ekki það allra sigursælasta í brasilískum fótbolta en öll sigursælustu félögin koma frá Sao Paulo, fjölmennustu borg Brasilíu, en Rio er næstfjölmennasta borgin. Heimavöllur Flamengo er hinn sögufrægi Maracana leikvangur en á honum verður úrslitaleikur Copa Libertadores spilaður á næsta ári. Þetta hefur svo sannarlega verið ár Flamengo því liðið tryggði sér brasilíska meistaratitilinn á dögunum en liðið vann hann síðast árið 2009. Þetta var í annað sinn sem liðið vinnur Copa Libertadores en liðið vann keppnina fyrst 1981 þar sem brasilíska goðsögnin Zico var allt í öllu hjá liðinu.
Brasilía Fótbolti Tengdar fréttir Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Stjóri Flamengo hræðist ekki Liverpool Jorge Jesus, stjóri Flamengo, er klár í slaginn þurfi liðið að mæta Liverpool í HM félagsliða sem fer fram í Katar í næsta mánuði. 24. nóvember 2019 13:00