Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 19:00 Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira