Dæmdur fyrir árás á öryggisvörð Landsbankans sem tók síma af föður hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Kristján Örn á leiðinni inn í Landsbankann. Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir. Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sextugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá er honum gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur. Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Dóminn í heild má lesa hér. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017. Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.„Öryggisvörður Landsbankans/Securitas ræðst á hjartveikan áttræðan föður minn. Ég neyddist til að taka öryggisvörðinn hálstaki og endaði viðureignin þar sem hann var "lagður til" á útidyratröppum Landsbankans. Yfirmenn bankans fela sig og augljóst að sækja verður þá á heimili þeirra,“ sagði Kristján Örn og birti myndband frá heimsókn feðganna í bankann.Tjáði þeim að myndatökur væru bannaðar Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Kristján Örn hafi mætt ásamt föður sínum í Landsbankann til að óska eftir viðtali við bankastjórann. Voru þeir með upptöku og míkrafón á lofti, komu inn á gólf þar sem öryggisvörður varð á vegi þeirra. Öryggisvörður benti þeim á að viðtal stæði ekki til boða og auk þess mætti ekki taka upp myndefni. Tók hann farsíma sem faðir Kristjáns Arnar notaði til að taka upp heimsóknina. Gekk öryggisvörðurinn áleiðis út og voru feðgarnir ekki sáttir við þetta.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/HannaFór svo að Kristján Örn tók öryggisvörðinn hálstaki og endurheimti símann. Segir í dómi héraðsdóms að grófleiki verksins hafi verið með meira móti og minnt á að háls- eða kverkatak sé almennt til þess fallið að vera hættulegt. Kristjáni Erni til málsbóta var litið til þess að Kristján Örn hefði ekki áður gerst brotlegur við refsilög.Deilur um jörð á Snæfellsnesi Kristján Örn sagði fyrir dómi að honum hefði brugðið þegar farsíminn hefði verið tekið af föður hans. Á símanum væru dýrmæt gögn sem sýndu meðal annars samskipti þeirra við bankann. Gögn sem hann ætti ekki afrit af. Aldrei hefði staðið til að beita ofbeldi í heimsókn þeirra. Þótt hann væri vanur að verja sig árásum þá legði hann ekki í vana sinn að ráðast á aðra. Ósætti feðganna við Landsbankann má rekja til jarðar á Snæfellsnesi. Kristján Örn sagðist fyrir dómi hafa verið að aðstoða föður sinn vegna lögskipta hans við Landsbankanní tengslum við nauðungarsölu nokkrum árum áður á jörðinni, stórri jörð með vatnsréttindum.Steinþór Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.Fréttablaðið/StefánFaðir hans hefði misst frá sér jörðina vegna meintrar valdníðslu sýslumanns. Þá hefði bankinn komið illa fram við föður hans og meðal annars haldið frá honum mikilvægum gögnum svo ekki hefði verið hægt að að bera lögmæti nauðungarsölunnar undir dómstóla. Auk þessa hefði gengið mjög illa að eiga samskipti við bankann, ræða við stjórnendur og fleira. Málin hefðu legið þungt á fjölskyldunni.DV greindi frá því árið 2016 að þrír stjórnendur Landsbankans, þeirra á meðal Steinþór Pálsson þáverandi bankastjóri, hefðu lagt fram kæru á Kristjáni Erni fyrir hótanir og rof á friðhelgi einkalífsins. Kristján Örn hefur viðurkennt að hafa farið tvívegis að heimili Steinþórs til að ræða við hann en kannast ekki við hótanir.
Dómsmál Íslenskir bankar Lögreglumál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira