Erlend stórfyrirtæki eru ráðandi í sölu íslenskrar ferðaþjónustu og njóta sérstakrar skattaívilnana Þórir Garðarson skrifar 21. nóvember 2019 09:15 Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Þórir Garðarsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Nefna má Booking.com, Hotels.com, Expedia.com, Tripadvisor.com, Trip.com, Lastminute.com, Travelocity.com, Orbitz.com, Cheapflights.com, Hotwire.com, Priceline.com, Rentalcars.com, Airbnb.com og Kiwi.com. Á undanförnum árum hafa þessar sölusíður á netinu meira og minna náð ferðamanninum til sín, í stað þess að hann eigi í beinum samskiptum við þá sem veita sjálfa ferðaþjónustuna. Ferðamaðurinn finnur flugið, gistinguna, afþreyinguna, aksturinn og annað sem tilheyrir ferðalaginu í gegnum sölusíðurnar. Ástæðan er einföld, sölusíðurnar eru eins og stórverslun með öllu úrvalinu og þar er hægt að bera saman verð og gæði, skoða myndir, lesa umsagnir og svo auðvitað bóka og borga. Sölusíðurnar „eiga“ þar með viðskiptavininn en ferðaþjónustufyrirtækin verða eins og hver önnur „smásala“ sem útvegar þjónustuna. Þau borga sölusíðunum fyrir að fá að vera í hillunum og jafnvel sérstaklega fyrir góða og áberandi staðsetningu. Sú þóknun hefur farið vaxandi með aukinni útbreiðslu og styrkleika sölusíðnanna.Drjúgur hluti fer í söluþóknun Viðskiptavinurinn - ferðamaðurinn - áttar sig ekki á því að drjúgur hluti greiðslunnar sem hann borgar hótelinu, bílaleigunni, flugfélaginu, veitingastaðnum eða afþreyingarfyrirtækinu verður í raun eftir hjá sölusíðunni. Kaupmaðurinn þarf jú að fá sitt. Komið hefur fram að þóknunin geti verið á bilinu 15-30%. Viðskiptavinurinn greiðir að sjálfsögðu þá þóknun, þó hann sé ekki upplýstur um það. Mörgum finnst nóg um þessa þróun, ekki síst vegna þess að hún gerir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu berskjölduð, slítur á beint sölusamband við viðskiptavininn og kostar mikið. Hins vegar mælir enginn á móti því að sölusíðurnar auðvelda ferðamanninum allan undirbúning, sem skýrir vinsældir þeirra. Þá liggur einnig fyrir að stærstu sölusíðurnar verja gríðarlega háum fjárhæðum á hverju ári til að markaðssetja sig á netinu til að ná í viðskipti. Ferðaþjónustufyrirtækin fá athygli fleiri mögulegra viðskiptavina en ella í gegnum sölusíðurnar og geta minnkað markaðs- og sölukostnað að einhverju leyti í staðinn.Risafyrirtæki eiga viðskiptavininn og ráða ferðinni Það er samt nokkuð ógnvekjandi staða sem blasir við íslenskri ferðaþjónustu, líkt og ferðaþjónustu í öðrum löndum. Sölusíðurnar „eiga“ viðskiptavinina og staðreyndin er sú að sá sem „á“ viðskiptavininn ræður ferðinni. En hvernig stendur á því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru upp á náð og miskunn erlendra netsölusíðna komin? Hvers vegna er ekki til íslensk vefsíða sem heldur utan um framboð og sölu á allri íslenskri ferðaþjónustu? Sjálfsagt datt engum í hug að þróunin yrði með þessum hætti og því ekki órað fyrir henni. Stundum hefur verið rætt um að fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi taki sig saman um eina sameiginlega sölusíðu á netinu. Þar yrði við ramman reip að draga sennilega töpuð barátta frá fyrsta degi í núverandi skattaumhverfi og bryti í bága við samkeppnislög. Umsvifamesta sölusíðan, Booking.com, sem er með nánast öll íslensku gistifyrirtækin, velti rúmlega 10 billjónum króna (10 þúsund milljörðum) árið 2018. Expedia Group, sem rekur fjölda sölusíðna, velti um 2,5 billjónum króna (2.500 milljörðum). Íslenska ríkið veltir rétt undir einni billjón króna á ári (þúsund milljörðum).Ekki alslæm staða Staðan þó auðvitað ekki sú að íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu fái engin bein netviðskipti. Mörg þeirra stunda umsvifamikla markaðssetningu á netinu og fá viðskiptavini þannig milliliðalaust. Sem dæmi má nefna Arctic Adventures, Bláa lónið, Gray Line á Íslandi, Reykjavík Excursions, Icelandair, íslenskar hótelkeðjur og fleiri. Sú íslenska sölusíða sem hefur náð nokkurri fótfestu er Guide to Iceland.Íslenska ferðaþjónustan er kaupmaðurinn á horninu En í heildina er staðan sú að íslenskir ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar hafa þróast í að verða eins og kaupmaðurinn á horninu, meðan sífellt stærri hluti sölunnar færist yfir til erlendra söluaðila sem stilla sjálfir upp vöruúrvalinu í sínum stórverslunum. Sala innanlands hefur minnkað því að erlendi ferðamaðurinn heldur áfram að kaupa í gegnum „sinn söluaðila“ sama í hvaða landi hann er staddur.Mismunun í skattlagningu Ástæðan fyrir þessari þróun er ekki eingöngu sterk staða stóru sölufyrirtækjanna á markaðnum, með trygga viðskiptavini, heldur einnig hitt að samkeppnisstaða þeirra er sterkari vegna mismununar í skattlagningu. Íslensk fyrirtæki þurfa að leggja virðisaukaskatt á sína sölu. Stór alþjóðleg fyrirtæki hafa hins vegar sérstaka „hæfileika“ til að sleppa undan skattskilum, sérstaklega þau sem starfa alfarið á netinu. Samkeppnisstaðan er því skökk frá fyrsta degi. Sala ferðaþjónustu á netinu er í eðli sínu alþjóðleg. Viðskiptin eiga sér stað við erlenda ferðamenn í heimalandi þeirra og flokkast því undir útflutningsviðskipti. Virðisaukaskattur er aldrei lagður á útflutning vöru eða þjónustu. Nema í þessum útflutningsviðskiptum.Virðisaukaskatturinn þarf að fara Nauðsynlegt er að þjónusta ferðaskrifstofa og millisölustarfsemi í ferðaþjónustu verði felld út úr virðisaukaskattskerfinu. Það mun skapa tækifæri fyrir íslenska sölustarfsemi með heimilisfestu á Íslandi og bæta þar með samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum markaði. Við nógu ramman reip er að draga þó svæðisbundinn skattur íþyngi ekki enn meira. Sölustarfsemi á netinu er hátæknileg og krefst mikillar þekkingar. Með því að hlúa að þessari starfsemi er í raun verið að búa til verðmæt hátæknistörf til að vinna á heimsmörkuðum frá Íslandi. Það gengur ekki upp að stjórnvöld tali fjálglega um samkeppnishæfni Íslands á alþjóðvettvangi, en horfi svo í hina áttina og lami þessa samkeppnishæfni með skattlagningu sem á þar ekki heima.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun