Aðeins tólf klukkustundum síðar tilkynnti félagið um ráðningu Jose Mourinho.
Pochettino tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham sumarið 2014 og þó honum hafi ekki tekist að vinna titil hjá Lundúnarliðinu er óhætt að segja að hann hafi komið félaginu nær því að vera í fremstu röð en liðið fór meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Stórstjörnur hafa orðið til undir stjórn Pochettino hjá Tottenham og tvær þeirra hafa sent sínum fyrrum stjóra hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlum í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.
Gaffer. I’ll be forever thankful to you for helping me achieve my dreams. We’ve had some amazing moments in the last 5 and a half years that I will never forget. You were my manager but my friend as well and I thank you for that relationship. Good luck with your next chapter! pic.twitter.com/u64RXV7wd4
— Harry Kane (@HKane) November 20, 2019
I can’t thank this man enough. He’s taught me so much and I’m so grateful for everything he’s done for me. Good luck and hope to see you again my friend. pic.twitter.com/dUO6AJlMxR
— Dele (@dele_official) November 19, 2019