Fjármál, ímynd og samfélagsleg ábyrgð Eva Magnúsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti neytenda vill skipta við ábyrg fyrirtæki. Neytendaáhrifin eru að aukast og við þurfum nýjar viðskiptaaðferðir til að koma til móts við þau. Í niðurstöðum rannsóknar sem Deloitte lét gera um viðhorf aldamótakynslóðarinnar til samfélagslega ábyrgra fyrirtækja er að finna vísbendingar um hvað fyrirtæki ættu að hafa í huga þegar þau vilja koma til móts við hópinn. Í rannsókninni kom í ljós að 38% ætla að hætta að versla við fyrirtæki sem ekki standa sig vel samfélagslega. Í könnun sem bandaríska stofnunin um ímyndarmál (Reputation Institute) gerði á þessu ári, kemur í ljós að fyrirtækjum með sterka ímynd vegnar betur og er ólíklegra að þeim fatist flugið. Global RepTrak 100 er alþjóðleg könnun sem RI gerir þar sem þeir raða alþjóðlegum fyrirtækjum út frá því hversu sterka ímynd þau hafa í samfélagslegri ábyrgð. Í janúar 2019 söfnuðu þeir niðurstöðum frá 230.000 einstaklingum meðal stærstu efnhagskerfa heims um hvaða fyrirtæki hefðu sterkustu samfélagsímyndina. Þau vörumerki sem skoruðu hæst voru Rolex, Lego, Walt Disney og Adidas, allt vörumerki með sterka ímynd, mikla markaðshlutdeild og sterkan fjárhagslegan bakgrunn. Þau eiga það sameigilegt að hafa lagt mikla vinnu í samfélagslega ábyrgð sína. Mælikvarðarnir byggðust á markaðshlutdeild, sölu, tryggð, hagnaði, vilja viðskiptavina til að kaupa eða fjárfesta í vörumerkinu. Gæði vörunnar og opnir, gagnsæir og siðlegir stjórnarhættir voru einnig metnir auk þess sem metið var hvort vinnustaðurinn stuðlaði að jöfnum tækifærum og sanngjarnri umbun. Aðrir þættir voru samfélagslegir og umhverfislegir þættir og hvort á bak við fyrirtækið væru leiðtogar með skýr markmið og sýn. Það er klárlega tenging á milli samfélagsábyrgðar og ímyndar. Fyrirtæki með ákveðna stefnu í samfélagsábyrgð, sem eru jafnframt góð í að miðla henni til allra hagaðila, geta samhliða gert rekstur sinn hagkvæmari. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrirtækjum sem innleitt hafa samfélagsleg viðmið gengur yfirleitt betur á sínum markaði og sýna betri arðsemi til lengri tíma. Virk beiting slíkra viðmiða hefur jákvæð áhrif á orðspor og þá í leiðinni á hlutabréfaverð þeirra fyrirtækja sem eru á markaði. Ergo sterk samfélagsleg ímynd getur jafngilt sterkri ímynd, auknum tekjum og jafnvel aukinum vilja til að fjárfesta í þeim félögum. Það gildir einnig hið gagnstæða að ef fyrirtæki hafa slæma samfélagslega ímynd þá hefur það slæm áhrif á heildarímynd fyrirtækisins. Það er einmitt m.a. vegna þess sambands sem fyrirtæki eru farin að leggja æ meiri áherslu á að bæta sjálfbærnisímynd sína og innleiðingu. Stærri fyrirtæki miðla stefnu og árangri í samfélagsskýrslum, á fundum og ráðstefnum og sum meira að segja í ársskýrslum sínum. Samherjamálið hefur valdið íslensku viðskiptalífi ímyndartjóni, svo mikið er víst. Það er ærið verkefni framundan hjá íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum að endurreisa traust á íslenskum viðskiptaháttum. Þar skiptir aukið gegnsæi og heilindi miklu máli auk aðgerða stjórnvalda. Fyrirhugað er lagafrumvarp um ríkari upplýsingaskyldu hlutfallslega stórra fyrirtækja sem er ein leið í aðgerðum stjórnvalda. Það er án efa til bóta en annars ættu þau rök að duga sem hér hafa verið tilgreind að ímynd og fjárhagslegur ávinningur fari saman þegar til lengdar lætur. Það skiptir miklu máli hvernig fjármuna er aflað og þess vegna ættu fyrirtæki að leggja metnað sinn í að vera samfélagslega ábyrg og miðla því í stefnu, ársskýrslu og á vef þannig að ekki fari á milli mála hver sé hugur þess til málaflokksins. Til lengdar mun þeim fyrirtækjum vegna betur, sérstaklega ef við neytendur hættum einfaldlega að skipta við óábyrg fyrirtæki. Við getum valið okkur birgja og það er skylda okkar að vita hvaðan vörurnar okkar koma.Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni, stefnumótun og ímynd og eigandi Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Neytendur Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að mikill meirihluti neytenda vill skipta við ábyrg fyrirtæki. Neytendaáhrifin eru að aukast og við þurfum nýjar viðskiptaaðferðir til að koma til móts við þau. Í niðurstöðum rannsóknar sem Deloitte lét gera um viðhorf aldamótakynslóðarinnar til samfélagslega ábyrgra fyrirtækja er að finna vísbendingar um hvað fyrirtæki ættu að hafa í huga þegar þau vilja koma til móts við hópinn. Í rannsókninni kom í ljós að 38% ætla að hætta að versla við fyrirtæki sem ekki standa sig vel samfélagslega. Í könnun sem bandaríska stofnunin um ímyndarmál (Reputation Institute) gerði á þessu ári, kemur í ljós að fyrirtækjum með sterka ímynd vegnar betur og er ólíklegra að þeim fatist flugið. Global RepTrak 100 er alþjóðleg könnun sem RI gerir þar sem þeir raða alþjóðlegum fyrirtækjum út frá því hversu sterka ímynd þau hafa í samfélagslegri ábyrgð. Í janúar 2019 söfnuðu þeir niðurstöðum frá 230.000 einstaklingum meðal stærstu efnhagskerfa heims um hvaða fyrirtæki hefðu sterkustu samfélagsímyndina. Þau vörumerki sem skoruðu hæst voru Rolex, Lego, Walt Disney og Adidas, allt vörumerki með sterka ímynd, mikla markaðshlutdeild og sterkan fjárhagslegan bakgrunn. Þau eiga það sameigilegt að hafa lagt mikla vinnu í samfélagslega ábyrgð sína. Mælikvarðarnir byggðust á markaðshlutdeild, sölu, tryggð, hagnaði, vilja viðskiptavina til að kaupa eða fjárfesta í vörumerkinu. Gæði vörunnar og opnir, gagnsæir og siðlegir stjórnarhættir voru einnig metnir auk þess sem metið var hvort vinnustaðurinn stuðlaði að jöfnum tækifærum og sanngjarnri umbun. Aðrir þættir voru samfélagslegir og umhverfislegir þættir og hvort á bak við fyrirtækið væru leiðtogar með skýr markmið og sýn. Það er klárlega tenging á milli samfélagsábyrgðar og ímyndar. Fyrirtæki með ákveðna stefnu í samfélagsábyrgð, sem eru jafnframt góð í að miðla henni til allra hagaðila, geta samhliða gert rekstur sinn hagkvæmari. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrirtækjum sem innleitt hafa samfélagsleg viðmið gengur yfirleitt betur á sínum markaði og sýna betri arðsemi til lengri tíma. Virk beiting slíkra viðmiða hefur jákvæð áhrif á orðspor og þá í leiðinni á hlutabréfaverð þeirra fyrirtækja sem eru á markaði. Ergo sterk samfélagsleg ímynd getur jafngilt sterkri ímynd, auknum tekjum og jafnvel aukinum vilja til að fjárfesta í þeim félögum. Það gildir einnig hið gagnstæða að ef fyrirtæki hafa slæma samfélagslega ímynd þá hefur það slæm áhrif á heildarímynd fyrirtækisins. Það er einmitt m.a. vegna þess sambands sem fyrirtæki eru farin að leggja æ meiri áherslu á að bæta sjálfbærnisímynd sína og innleiðingu. Stærri fyrirtæki miðla stefnu og árangri í samfélagsskýrslum, á fundum og ráðstefnum og sum meira að segja í ársskýrslum sínum. Samherjamálið hefur valdið íslensku viðskiptalífi ímyndartjóni, svo mikið er víst. Það er ærið verkefni framundan hjá íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum að endurreisa traust á íslenskum viðskiptaháttum. Þar skiptir aukið gegnsæi og heilindi miklu máli auk aðgerða stjórnvalda. Fyrirhugað er lagafrumvarp um ríkari upplýsingaskyldu hlutfallslega stórra fyrirtækja sem er ein leið í aðgerðum stjórnvalda. Það er án efa til bóta en annars ættu þau rök að duga sem hér hafa verið tilgreind að ímynd og fjárhagslegur ávinningur fari saman þegar til lengdar lætur. Það skiptir miklu máli hvernig fjármuna er aflað og þess vegna ættu fyrirtæki að leggja metnað sinn í að vera samfélagslega ábyrg og miðla því í stefnu, ársskýrslu og á vef þannig að ekki fari á milli mála hver sé hugur þess til málaflokksins. Til lengdar mun þeim fyrirtækjum vegna betur, sérstaklega ef við neytendur hættum einfaldlega að skipta við óábyrg fyrirtæki. Við getum valið okkur birgja og það er skylda okkar að vita hvaðan vörurnar okkar koma.Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni, stefnumótun og ímynd og eigandi Podium ehf.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun