Fær fjórar milljónir í viðbót frá Ísafjarðarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:59 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira