Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:54 Báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira