Ætla að ákæra Trump fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 18:00 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Líklegast þykir að slík atkvæðagreiðsla myndi að mestu fylgja flokkslínum og að ákæran verði samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem Demókratar eru í meirihluta. Pelosi tilkynnti þetta í dag og sagði hún lýðræði Bandaríkjanna undir. Trump hefði ekki gefið þinginu annarra kosta völ. Þetta er í fjórða sinn í sögu landsins sem þessi ákvörðun er tekin á þinginu. „Aðgerðir forsetans hafa brotið alvarlega gegn stjórnarskránni. Hann er, aftur, að reyna að spilla kosningunum í eigin þágu. Forsetinn hefur misnotað vald sitt, grafið undan öryggi þjóðarinnar og ógnað heilindum kosninga okkar,“ sagði Pelosi. Því hefði hún beðið nefndaformenn flokksins að skrifa upp ákæruna gegn Trump. Ekki er ljóst fyrir hvað Trump verður ákærður og Pelosi vildi ekki segja til um það. Nefndarformennirnir myndu stjórna því. Demókratar vonast til þess að greiða atkvæði um ákærurnar fyrir jól. Eftir það færi málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld færu fram. Þingmennirnir sjálfir yrðu í raun kviðdómendur og myndu hlusta á málflutning fylkinga. Pelosi brást reið við því á blaðamannafundi í dag þegar hún var spurð að því hvort hún hataði Trump. Blaðamaðurinn sem spurði hana vinnur fyrir Sinclair Brodcast Group, en eigendur fyrirtækisins eru miklir stuðningsmenn Trump og Pelosi sjálf hefur gagnrýnt hann áður og kallað hann málpípu Repúblikana.Sjá einnig: Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“Spurningin var kölluð þegar Pelosi var að ganga af sviði og sneri hún aftur í pontu vegna hennar. „Ég hata engan,“ sagði Pelosi. Hún sagðist telja Trump heigul þegar kæmi að því að tækla skotárásir í Bandaríkjunum og að hann væri í afneitun varðandi veðurfarsbreytingar. Hins vegar væru það málefni sem tekin yrðu fyrir í kosningum. Þetta mál sneri að stjórnarskránni og meintum embættisbrotum Trump. „Sem kaþólikka, er mér illa við að þú notir orðið hatur gagnvart mér,“ sagði Pelosi. „Ég hata engan.“ Hún sagðist biðja fyrir forsetanum og að hjarta hennar væri fullt af ást. „Ekki abbast upp á mig með orðum eins og þessum,“ sagði hún og gekk af sviðinu. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Repúblikanar og bandamenn Trump voru fljótir að fordæma yfirlýsingu Pelosi. Þeirra á meðal var Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann gagnrýndi Demókrata fyrir að einblína á áðurnefndar ákærur á kostnað annarra mála. Eins og AP fréttaveitan bendir hins vegar á hefur fulltrúadeildin samþykkt fjölda frumvarpa sem öldungadeildin hefur ekki tekið til skoðunar.Trump-liðar segja það kjósenda að segja til um hvað þeim finnist um Trump og aðgerðir hans í komandi forsetakosningum á næsta ári. Demókratar segja það hins vegar ekki í boði þar sem Trump hafi sýnt að hann sé tilbúinn til að beita valdi sínu til að grafa undan kosningunum og þvinga önnur ríki til að hjálpa sér að ná kjöri. Fyrir yfirlýsingu Pelosi sagði Trump á Twitter að hann vonaðist til þess að Demókratar flýttu sér að ákæra hann. Þá gætu sanngjörn réttarhöld farið fram í öldungadeildinni og sagðist forsetinn ætla að kalla Adam Schiff, sem hefur stýrt rannsókn fulltrúadeildarinnar, Biden-feðgana, Pelosi sjálfa og aðra sem vitni.Þá myndi hann opinbera „í fyrsta sinn, hve spillt kerfið er í rauninni“. Eftir yfirlýsingu Pelosi tísti hann aftur og skammaðist yfir því að Demókratar væru að ákæra hann fyrir „EKKERT,“ eins og hann orðaði það. Þetta hefði í för með sér að slíkum ákærum yrði beitt ótt og títt gegn forsetum framtíðarinnar. Trump sagðist þó viss um að hann og Repúblikanar myndu bera sigur úr bítum, þar sem þeir væru sameinaðir gegn ákærunum. ....This will mean that the beyond important and seldom used act of Impeachment will be used routinely to attack future Presidents. That is not what our Founders had in mind. The good thing is that the Republicans have NEVER been more united. We will win! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2019 Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Gróf tímalína Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Í millitíðinni birti Trump gróft eftirrit af símtali hans og Zelensky þar sem kom skýrt fram að þegar Zelensky talaði um að kaupa vopn af Bandaríkjunum, stöðvaði Trump hann og sagði: „Þú verður samt að gera okkur greiða“. Eftir það fór hann að tala um meinta spillingu Biden og samsæriskenninguna um vefþjóninn. Þá hafa vitni sagt að Trump og Giuliani hafi krafist þess af Úkraínumönnum að Zelensky myndi tilkynna rannsóknirnar tvær opinberlega. Fyrr fengi hann ekki fund með Trump, eins og hann vildi, og hefur Trump sömuleiðis verið sakaður um að halda aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á Zelensky. Eftir birtingu eftirritsins hóf fulltrúadeildin rannsóknina. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpSkömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknunum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði um að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisbrot. Líklegast þykir að slík atkvæðagreiðsla myndi að mestu fylgja flokkslínum og að ákæran verði samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem Demókratar eru í meirihluta. Pelosi tilkynnti þetta í dag og sagði hún lýðræði Bandaríkjanna undir. Trump hefði ekki gefið þinginu annarra kosta völ. Þetta er í fjórða sinn í sögu landsins sem þessi ákvörðun er tekin á þinginu. „Aðgerðir forsetans hafa brotið alvarlega gegn stjórnarskránni. Hann er, aftur, að reyna að spilla kosningunum í eigin þágu. Forsetinn hefur misnotað vald sitt, grafið undan öryggi þjóðarinnar og ógnað heilindum kosninga okkar,“ sagði Pelosi. Því hefði hún beðið nefndaformenn flokksins að skrifa upp ákæruna gegn Trump. Ekki er ljóst fyrir hvað Trump verður ákærður og Pelosi vildi ekki segja til um það. Nefndarformennirnir myndu stjórna því. Demókratar vonast til þess að greiða atkvæði um ákærurnar fyrir jól. Eftir það færi málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld færu fram. Þingmennirnir sjálfir yrðu í raun kviðdómendur og myndu hlusta á málflutning fylkinga. Pelosi brást reið við því á blaðamannafundi í dag þegar hún var spurð að því hvort hún hataði Trump. Blaðamaðurinn sem spurði hana vinnur fyrir Sinclair Brodcast Group, en eigendur fyrirtækisins eru miklir stuðningsmenn Trump og Pelosi sjálf hefur gagnrýnt hann áður og kallað hann málpípu Repúblikana.Sjá einnig: Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“Spurningin var kölluð þegar Pelosi var að ganga af sviði og sneri hún aftur í pontu vegna hennar. „Ég hata engan,“ sagði Pelosi. Hún sagðist telja Trump heigul þegar kæmi að því að tækla skotárásir í Bandaríkjunum og að hann væri í afneitun varðandi veðurfarsbreytingar. Hins vegar væru það málefni sem tekin yrðu fyrir í kosningum. Þetta mál sneri að stjórnarskránni og meintum embættisbrotum Trump. „Sem kaþólikka, er mér illa við að þú notir orðið hatur gagnvart mér,“ sagði Pelosi. „Ég hata engan.“ Hún sagðist biðja fyrir forsetanum og að hjarta hennar væri fullt af ást. „Ekki abbast upp á mig með orðum eins og þessum,“ sagði hún og gekk af sviðinu. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Repúblikanar og bandamenn Trump voru fljótir að fordæma yfirlýsingu Pelosi. Þeirra á meðal var Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann gagnrýndi Demókrata fyrir að einblína á áðurnefndar ákærur á kostnað annarra mála. Eins og AP fréttaveitan bendir hins vegar á hefur fulltrúadeildin samþykkt fjölda frumvarpa sem öldungadeildin hefur ekki tekið til skoðunar.Trump-liðar segja það kjósenda að segja til um hvað þeim finnist um Trump og aðgerðir hans í komandi forsetakosningum á næsta ári. Demókratar segja það hins vegar ekki í boði þar sem Trump hafi sýnt að hann sé tilbúinn til að beita valdi sínu til að grafa undan kosningunum og þvinga önnur ríki til að hjálpa sér að ná kjöri. Fyrir yfirlýsingu Pelosi sagði Trump á Twitter að hann vonaðist til þess að Demókratar flýttu sér að ákæra hann. Þá gætu sanngjörn réttarhöld farið fram í öldungadeildinni og sagðist forsetinn ætla að kalla Adam Schiff, sem hefur stýrt rannsókn fulltrúadeildarinnar, Biden-feðgana, Pelosi sjálfa og aðra sem vitni.Þá myndi hann opinbera „í fyrsta sinn, hve spillt kerfið er í rauninni“. Eftir yfirlýsingu Pelosi tísti hann aftur og skammaðist yfir því að Demókratar væru að ákæra hann fyrir „EKKERT,“ eins og hann orðaði það. Þetta hefði í för með sér að slíkum ákærum yrði beitt ótt og títt gegn forsetum framtíðarinnar. Trump sagðist þó viss um að hann og Repúblikanar myndu bera sigur úr bítum, þar sem þeir væru sameinaðir gegn ákærunum. ....This will mean that the beyond important and seldom used act of Impeachment will be used routinely to attack future Presidents. That is not what our Founders had in mind. The good thing is that the Republicans have NEVER been more united. We will win! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2019 Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Gróf tímalína Í stuttu máli sagt, eða eins stuttu máli og mögulegt er, þá hófst rannsókn fulltrúadeildarinnar eftir að í ljós kom að uppljóstrari hafði lagt fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelensky þann 25. júlí. Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst af starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanan kom þó í veg fyrir að kvörtunin yrði afhent þinginu, eins og lög segja til um. Í kjölfarið kom einnig í ljós að Trump hafði fryst neyðaraðstoðina til Úkraínu og rannsóknin hófst þann 9. september. Þingmenn fengu ekki aðgang að upprunalegu kvörtuninni fyrr en þann 25. september. Í millitíðinni birti Trump gróft eftirrit af símtali hans og Zelensky þar sem kom skýrt fram að þegar Zelensky talaði um að kaupa vopn af Bandaríkjunum, stöðvaði Trump hann og sagði: „Þú verður samt að gera okkur greiða“. Eftir það fór hann að tala um meinta spillingu Biden og samsæriskenninguna um vefþjóninn. Þá hafa vitni sagt að Trump og Giuliani hafi krafist þess af Úkraínumönnum að Zelensky myndi tilkynna rannsóknirnar tvær opinberlega. Fyrr fengi hann ekki fund með Trump, eins og hann vildi, og hefur Trump sömuleiðis verið sakaður um að halda aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á Zelensky. Eftir birtingu eftirritsins hóf fulltrúadeildin rannsóknina. Þá var aðstoðin afhent þann 11. september. Tveimur dögum eftir að rannsóknin hófst. Strax í kjölfar þess tilkynntu aðstoðarmenn Zelensky forsvarsmönnum CNN að hann myndi ekki mæta í sjónvarpsviðtal á næstu dögum, eins og til stóð. Forsetinn er sagður hafa ætlað að verða við beiðni Trump í því viðtali og lýsa yfir því að áðurnefndar rannsóknir væru hafnar.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpSkömmu eftir að rannsóknin hófst sagði Mulvaney á blaðamannafundi að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni til að þrýsta á yfirvöld Úkraínu. Blaðamenn ættu bara að jafna sig á því. Hann reyndi þó að draga orð sín til baka skömmu eftir það.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Síðan þá hafa bandamenn forsetans haldið því fram að Trump hafi haldið aftur af neyðaraðstoðinni vegna áhyggja hans af spillingu í Úkraínu. Rannsóknunum sem hann vildi að Zelensky tilkynnti hafi einnig verið ætlað að koma niður á spillingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00