Tölfræðimolinn sem reiðir stuðningsmenn Everton notuðu mest til að drulla yfir Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hvarf í seinni hálfleiknum í gær. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019 Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira