Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19