Sportpakkinn: „Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:15 Virgil van Dijk á verðlaunaafhendingunni í gær. Getty/Kristy Sparow Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira