Taldir hafa látið undan þrýstingi að koma vélinni sem missti olíuþrýsting í rekstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 18:30 Frá vettvangi þann 9. ágúst á síðasta ári. Vísir/Jói K. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugvirkjar og yfirmenn á viðhaldssviði Air Iceland Connect hafi látið undan þrýstingi við að koma flugvél félagsins, sem missti olíuþrýsting á hægri hreyfli skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári, í rekstur og ekki fylgt því verklagi sem þeim bar að fylgja.Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu nefndarinnar um alvarlegt flugatvik sem varð þann 9. ágúst á síðasta ári. 44 farþegar voru um borð í Bombardier-vél Air Iceland Connect, auk áhafnar. Tveimur mínútum eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli lýstu flugmenn vélarinnar yfir neyðarástandi, þar sem vélin hafði misst olíuþrýsting á hægri hreyfli. Flugmönnum tókst að lenda vélinni á einum hreyfli.Í skýrslu nefndnarinnar kemur fram að eftir lendingu hafi kom í ljós mikill olíuleki á hægri hreyfli flugvélarinnar. Festihringur sem ætlað er að halda olíustúti að drifrás ræsis hreyfilsins hafði losnað, ásamt olíustútnum og lágu báðir hlutirnir inni í vélarhlíf hreyfilsins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar frá 9. ágúst á síðasta ári um atvikið. Sett í rekstur vegna bilunar á annarri flugvél og anna í Grænlandsflugi Rannsóknin leiddi í ljós að fyrir flugið hafði verið unnið að viðhaldi á hreyflum flugvélarinnar. Fyrr um morguninn hafði komið upp bilun í annari flugvél flugrekandans á Egilsstöðum. Var flugvirki á vakt sem var með réttindi á þessa tegund flugvélar sendur til Egilsstaða til að gera við vélina.Vegna bilunar flugvélarinnar á Egilsstöðum og vegna nauðsynjar á aukaferðum til Grænlands, var ákveðið af flugumsjón og viðhaldsstjórn flugrekandans að flýta viðhaldinu á flugvélinni.Var flugvélin því sett upp í flug síðar um daginn. Ekki voru gerðar ráðstafanir til þess að bæta við starfsmönnum í viðhaldsvinnuna á hreyfil flugvélarinnar samhliða þeirri ákvörðun. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að þessari viðhaldsvinnu hafi verið ábótavant af tveimur ástæðum.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Enginn réttindamaður hafi verið settur yfir verkið eftir að annar flugvirki fór austur. Þá hafi annar flugvirki sem fenginn hafi verið til að vera yfir verkinu ekki geta sinnt því sem skuldi vegna anna í öðrum verkefnum.Nefndin telur að rekja megi olíuþrýstingsfallið í hreyflinum til þess að að olíustúturinn hafi ekki verið settur nægilega innarlega inn í aðgangsloka ræsisins. Þegar olíuþrýstingur hreyfilsins jókst í flugtaki, gekk olíustúturinn smám saman út úr aðgangslokanum þar sem að festihringurinn hélt ekki. Að lokum féll hann alveg úr eftir flugtak flugvélarinnar og missti hægri hreyfillinn því olíuþrýsting.Flugvirkjanemi sem starfaði fyrir félagið vann að lokun á aðgangsloka ræsis hægri hreyfilsins og var hann í nokkrum vandræðum með fráganginn, að því er segir í skýrslunni. Nefnir nefndin að neminn hafi unnið þessa vinnu án þess að vera undir tilnefndum eftirlitsaðila með tegundarréttindi á Bombardier DHC-8-400 flugvélar. Á meðfylgjandi korti sést leiðin sem flugvélin fór. Vélinni var snúið við stuttu eftir að hún tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli.Skjáskot/Flight Tracker Frumorsök skortur á flugvirkjum með réttindi Telur RNSA telur að frumorsök atviksins sé skortur á flugvirkjum með tegundarréttindi og reynslu þann dag sem atvikið átti sér stað. Jafnframt telur RNSA að meðverkandi þættir í atvikinu hafi verið að að yfirmenn og flugvirkjar á viðhaldssviði fylgdu ekki því verklagi sem þeim bar að fylgja.„RNSA telur að flugvirkjar og yfirmenn á viðhaldssviði hafi látið undan þrýstingi við að koma flugvélinni í rekstur og ekki fylgt því verklagi sem þeim bar að fylgja. Út frá öryggissjónarmiði telur RNSA að viðhaldsstjórn hefði þurft að vera ákveðnari um hvaða verk ætti að framkvæma, hvaða verk ætti að setja í bið og/eða hvort kalla ætti út fleiri starfsmenn með heimildir (authorized staff) daginn sem atvikið varð,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Viðbrögð áhafnar fumlaus og öruggBeinir nefndin því til Air Iceland Connect að verklag á viðhaldssviði sé endurskoðað þegar veikindi, slys, frestun eða annað komi upp svo hægt sé að tryggja nægjanlegan fjölda flugvirkja með viðeigandi réttindi fyrir þau verk sem liggi fyrir.Þá er því einnig beint til flugfélagsins að Að Air Iceland Connect setji upp formlegt verklag til þess að tryggja að flugumsjón geti ekki einhliða tekið flugvél úr skipulögðu og/eða bókuðu viðhaldi, án samráðs og samþykkis viðhaldsdeildar Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli: Flugvél Air Iceland Connect snúið við vegna bilunar Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli þegar flugvél, sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, var snúið við. 9. ágúst 2018 15:30 „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. 9. ágúst 2018 16:46 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugvirkjar og yfirmenn á viðhaldssviði Air Iceland Connect hafi látið undan þrýstingi við að koma flugvél félagsins, sem missti olíuþrýsting á hægri hreyfli skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári, í rekstur og ekki fylgt því verklagi sem þeim bar að fylgja.Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaskýrslu nefndarinnar um alvarlegt flugatvik sem varð þann 9. ágúst á síðasta ári. 44 farþegar voru um borð í Bombardier-vél Air Iceland Connect, auk áhafnar. Tveimur mínútum eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli lýstu flugmenn vélarinnar yfir neyðarástandi, þar sem vélin hafði misst olíuþrýsting á hægri hreyfli. Flugmönnum tókst að lenda vélinni á einum hreyfli.Í skýrslu nefndnarinnar kemur fram að eftir lendingu hafi kom í ljós mikill olíuleki á hægri hreyfli flugvélarinnar. Festihringur sem ætlað er að halda olíustúti að drifrás ræsis hreyfilsins hafði losnað, ásamt olíustútnum og lágu báðir hlutirnir inni í vélarhlíf hreyfilsins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar frá 9. ágúst á síðasta ári um atvikið. Sett í rekstur vegna bilunar á annarri flugvél og anna í Grænlandsflugi Rannsóknin leiddi í ljós að fyrir flugið hafði verið unnið að viðhaldi á hreyflum flugvélarinnar. Fyrr um morguninn hafði komið upp bilun í annari flugvél flugrekandans á Egilsstöðum. Var flugvirki á vakt sem var með réttindi á þessa tegund flugvélar sendur til Egilsstaða til að gera við vélina.Vegna bilunar flugvélarinnar á Egilsstöðum og vegna nauðsynjar á aukaferðum til Grænlands, var ákveðið af flugumsjón og viðhaldsstjórn flugrekandans að flýta viðhaldinu á flugvélinni.Var flugvélin því sett upp í flug síðar um daginn. Ekki voru gerðar ráðstafanir til þess að bæta við starfsmönnum í viðhaldsvinnuna á hreyfil flugvélarinnar samhliða þeirri ákvörðun. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að þessari viðhaldsvinnu hafi verið ábótavant af tveimur ástæðum.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Enginn réttindamaður hafi verið settur yfir verkið eftir að annar flugvirki fór austur. Þá hafi annar flugvirki sem fenginn hafi verið til að vera yfir verkinu ekki geta sinnt því sem skuldi vegna anna í öðrum verkefnum.Nefndin telur að rekja megi olíuþrýstingsfallið í hreyflinum til þess að að olíustúturinn hafi ekki verið settur nægilega innarlega inn í aðgangsloka ræsisins. Þegar olíuþrýstingur hreyfilsins jókst í flugtaki, gekk olíustúturinn smám saman út úr aðgangslokanum þar sem að festihringurinn hélt ekki. Að lokum féll hann alveg úr eftir flugtak flugvélarinnar og missti hægri hreyfillinn því olíuþrýsting.Flugvirkjanemi sem starfaði fyrir félagið vann að lokun á aðgangsloka ræsis hægri hreyfilsins og var hann í nokkrum vandræðum með fráganginn, að því er segir í skýrslunni. Nefnir nefndin að neminn hafi unnið þessa vinnu án þess að vera undir tilnefndum eftirlitsaðila með tegundarréttindi á Bombardier DHC-8-400 flugvélar. Á meðfylgjandi korti sést leiðin sem flugvélin fór. Vélinni var snúið við stuttu eftir að hún tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli.Skjáskot/Flight Tracker Frumorsök skortur á flugvirkjum með réttindi Telur RNSA telur að frumorsök atviksins sé skortur á flugvirkjum með tegundarréttindi og reynslu þann dag sem atvikið átti sér stað. Jafnframt telur RNSA að meðverkandi þættir í atvikinu hafi verið að að yfirmenn og flugvirkjar á viðhaldssviði fylgdu ekki því verklagi sem þeim bar að fylgja.„RNSA telur að flugvirkjar og yfirmenn á viðhaldssviði hafi látið undan þrýstingi við að koma flugvélinni í rekstur og ekki fylgt því verklagi sem þeim bar að fylgja. Út frá öryggissjónarmiði telur RNSA að viðhaldsstjórn hefði þurft að vera ákveðnari um hvaða verk ætti að framkvæma, hvaða verk ætti að setja í bið og/eða hvort kalla ætti út fleiri starfsmenn með heimildir (authorized staff) daginn sem atvikið varð,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Viðbrögð áhafnar fumlaus og öruggBeinir nefndin því til Air Iceland Connect að verklag á viðhaldssviði sé endurskoðað þegar veikindi, slys, frestun eða annað komi upp svo hægt sé að tryggja nægjanlegan fjölda flugvirkja með viðeigandi réttindi fyrir þau verk sem liggi fyrir.Þá er því einnig beint til flugfélagsins að Að Air Iceland Connect setji upp formlegt verklag til þess að tryggja að flugumsjón geti ekki einhliða tekið flugvél úr skipulögðu og/eða bókuðu viðhaldi, án samráðs og samþykkis viðhaldsdeildar
Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli: Flugvél Air Iceland Connect snúið við vegna bilunar Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli þegar flugvél, sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, var snúið við. 9. ágúst 2018 15:30 „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. 9. ágúst 2018 16:46 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. 9. ágúst 2018 19:54
Mikill viðbúnaður á Reykjavíkurflugvelli: Flugvél Air Iceland Connect snúið við vegna bilunar Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli þegar flugvél, sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, var snúið við. 9. ágúst 2018 15:30
„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. 9. ágúst 2018 16:46