Söguleg atkvæðagreiðsla: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2019 06:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur formlega verið ákærður fyrir embættisbrot. Hann sést hér koma aftur til Hvíta hússins í gær eftir að hafa verið á kosningafundi í Michigan. vísir/getty Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir embættisbrot. Í gær hafði fulltrúadeildin það verkefni að greiða atkvæði um tvær ákærur, nánar útskýrðar hér fyrir neðan, á hendur forsetanum. Fulltrúar repúblikana og demókrata tókust hart á um réttmæti þess að ákæra forsetann. Kom meðal annars til snarpra orðaskipta á milli þingmanna en alls stóðu umræður um málið í ellefu klukkutíma áður en gengið var til atkvæða. Repúblikanar reyndu hvað þeir gátu til að gera lítið úr ákæruferlinu á meðan demókratar færðu rök fyrir því af hverju ætti að ákæra forsetann. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að framganga Trump á forsetastóli hafi gert það að verkum að þingmenn ættu ekki val um annað en að ákæra hann til embættismissis fyrir brot í starfi. Líkt og búist var við fóru atkvæði eftir flokkslínum en báðar ákærurnar voru samþykktar. Fyrri ákæran, hvað varðar misnotkun valds, var samþykkt með 230 atkvæðum gegn 197. Tveir demókratar, greiddu atkvæði gegn því að ákæra Trump, og einn sat hjá. Sú síðari, að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar, var samþykkt með 229 atkvæðum gegn 198. Trump fetar þar með í fótspor Andrew Johnson sem ákærður var árið 1868 fyrir embættisbrot. Bill Clinton var ákærður árið 1998. Hvorugur þeirra missti þó forsetaembættið og hefur því enginn forseti verið settur af eftir að hafa verið ákærður af þinginu. Ákærurnar fara nú til öldungadeildarinnar þar sem haldin verða réttarhöld. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Repúblikanar hafa meirihluta í öldungadeildinni og er því fastlega gert ráð fyrir að Trump verði áfram í embætti, þrátt fyrir ákærurnar. Trump fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan á umræðunum í þinginu stóð í gær og sagði meðal annars málflutning demókrata fáránlegar lygar og árás ekki bara á Repúblikanaflokkinn heldur einnig Bandaríkin. Þá birti hann fyrir um tveimur tímum mynd á Twitter, svokallað „meme“, þar sem stendur yfir mynd af Trump sjálfum: „Í rauninni eru þeir ekki á eftir mér heldur þér. Ég er bara fyrir þeim.“ pic.twitter.com/DutxclyZw9 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2019 Tvær ákærur Ákærurnar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot eru tvær. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt að ákæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Verði hann fundinn sekur mun hann verða settur af sem forseti Bandaríkjanna. Trump er aðeins þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir embættisbrot. Í gær hafði fulltrúadeildin það verkefni að greiða atkvæði um tvær ákærur, nánar útskýrðar hér fyrir neðan, á hendur forsetanum. Fulltrúar repúblikana og demókrata tókust hart á um réttmæti þess að ákæra forsetann. Kom meðal annars til snarpra orðaskipta á milli þingmanna en alls stóðu umræður um málið í ellefu klukkutíma áður en gengið var til atkvæða. Repúblikanar reyndu hvað þeir gátu til að gera lítið úr ákæruferlinu á meðan demókratar færðu rök fyrir því af hverju ætti að ákæra forsetann. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að framganga Trump á forsetastóli hafi gert það að verkum að þingmenn ættu ekki val um annað en að ákæra hann til embættismissis fyrir brot í starfi. Líkt og búist var við fóru atkvæði eftir flokkslínum en báðar ákærurnar voru samþykktar. Fyrri ákæran, hvað varðar misnotkun valds, var samþykkt með 230 atkvæðum gegn 197. Tveir demókratar, greiddu atkvæði gegn því að ákæra Trump, og einn sat hjá. Sú síðari, að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar, var samþykkt með 229 atkvæðum gegn 198. Trump fetar þar með í fótspor Andrew Johnson sem ákærður var árið 1868 fyrir embættisbrot. Bill Clinton var ákærður árið 1998. Hvorugur þeirra missti þó forsetaembættið og hefur því enginn forseti verið settur af eftir að hafa verið ákærður af þinginu. Ákærurnar fara nú til öldungadeildarinnar þar sem haldin verða réttarhöld. Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna mun starfa sem dómari yfir réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Það er í höndum öldungadeildarþingmanna að taka ákvörðun um hvernig réttarhöldin fara. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Repúblikanar hafa meirihluta í öldungadeildinni og er því fastlega gert ráð fyrir að Trump verði áfram í embætti, þrátt fyrir ákærurnar. Trump fór mikinn á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan á umræðunum í þinginu stóð í gær og sagði meðal annars málflutning demókrata fáránlegar lygar og árás ekki bara á Repúblikanaflokkinn heldur einnig Bandaríkin. Þá birti hann fyrir um tveimur tímum mynd á Twitter, svokallað „meme“, þar sem stendur yfir mynd af Trump sjálfum: „Í rauninni eru þeir ekki á eftir mér heldur þér. Ég er bara fyrir þeim.“ pic.twitter.com/DutxclyZw9 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2019 Tvær ákærur Ákærurnar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot eru tvær. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45 Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49 Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Hæðast að bréfi Trump til Pelosi: „Þetta bréf er galið!“ Eins og svo oft áður gerðu þáttastjórnendur Bandaríkjanna grín að nýjustu vendingum í kringum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. desember 2019 13:45
Segir þingið ekki hafa annað val en að ákæra Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að áframhaldandi seta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé ógn við lýðræðið í Bandaríkjunum. Bandaríska þingið hafi ekki um annað að velja en að ákæra hann fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 19:49
Þingmenn ræða ákærur gegn Trump fram á kvöld Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í kvöld greiða atkvæði um það hvort samþykkja eigi ákærurnar tvær gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. 18. desember 2019 14:34