Hafið þið einhver áhrif? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 18. desember 2019 07:00 Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Fólki er oft tíðrætt um áhrifaleysi stjórnarandstöðunnar á Íslandi og er margt sem staðfestir það. Hins vegar er einnig rétt að minnast þeirra sigra sem þó nást, verandi í stjórnarandstöðu. Lítum á sex dæmi: 1. Dæmi um slíkt er þegar ég rakst í vor á 43 milljarða kr. niðurskurð í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar frá því sem hafði verið áður boðað í fjármálaáætlun tveimur mánuðum fyrr. Þessi fyrirhugaði niðurskurður milli umræða á velferð þjóðarinnar kom mörgum stjórnarþingmönnum á óvart og sökuðu þeir mig meira að segja um að brjóta trúnað þegar ég upplýsti um þetta sem var auðvitað fráleitt. Eftir mikinn hvell í fjölmiðlum og gagnrýni af okkar hálfu var niðurstaðan að minnka niðurskurðinn um 15 milljarða kr. Sem dæmi varð niðurskurður til öryrkja 3,5 milljarða kr. minni en til stóð, lækkunin til framhaldsskóla var 600 mkr. lægri, umhverfismálin fengu 400 mkr. minni lækkun milli umræðna og sjúkrahúsin og heilsugæslan fengu rúmlega 3 milljarða kr. minni lækkun frá því sem hafði áður verið boðað. Ágætistímakaup þar á ferð, verandi í stjórnarandstöðu. 2. Önnur dæmi um áhrif sem maður getur haft í stjórnarandstöðu eru einstök þingmannamál. Eins og allt áhugafólk um íslenska pólitík veit þá er mjög sjaldgæft að þingmál óbreyttra þingmanna séu samþykkt á Alþingi, hvað þá þingmanna í stjórnarandstöðu. Í ár hef ég hins vegar náð tveimur þingmálum í gegnum þingið með dyggri hjálp félaga minna í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra er risastórt og lýtur að því að samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eigi að lögfesta. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tekur slíkt skref og hefur þetta mikla efnislega þýðingu fyrir alla öryrkja á Íslandi. Þetta mál er keimlíkt öðru máli sem ég náði einnig í gegn á sínum tíma en það var um að Barnasáttmálann bæri að lögfesta. Þá vorum við einnig eitt fyrsta landið í heimi til að gera slíkt. 3. Annað mál sem var samþykkt á þessu þingi var mitt fyrsta þingmál á þessum vetri og Samfylkingin ákvað að gera að sínu forgangsmáli. Þetta mál er um rannsóknir og aðgerðir gegn þunglyndi eldri borgara. Þetta er sömuleiðis mál, sem skiptir miklu máli, en við eigum að huga mun meira að hvernig eldri borgurum líður í þessu samfélagi. Þá lagði ég fram skýrslubeiðni um afar stóra úttekt á málefnum eldri borgara og hún var líka samþykkt á Alþingi. 4. Mér er minnisstætt baráttan sem ég hóf á upphafsstigum míns stjórnmálaferils um að gera kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Það tók nokkur ár og náðist að lokum, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Aftur varð Ísland eitt fyrsta landið í heimi sem tók það stóra skref. 5. Í vetur hef ég m.a. tekið upp og rætt ýmis málefni, allt frá lækkun veiðileyfagjalda og til verndar villikatta, frá óhóflegum starfslokasamningi og til nauðsynlegs skattaafsláttar til íþrótta- og góðgerðarfélaga, frá kjaraviðræðum BSRB og til aukins ójafnaðar, frá óskynsamlegum stórhvalaveiðum og til skógræktar, frá sjálfsvígum og til ofneyslu. 6. Þá hef ég staðið að í vetur ásamt félögum mínum í þingflokki Samfylkingarinnar að öflugri greiningu á fjárlögum og um leið breytingartillögum við fjárlög um stofnun sérstaks sjónvarpsjóðs, auknum fjármunum til SÁÁ og rannsóknaraðila vegna Samherjamálsins, fjármunum til framhaldsskóla, háskóla, heilbrigðisstofnana, nýsköpunar og loftlagsmála ásamt tillögum sem lúta að öryrkjum og öldruðum svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta skilar í auknu aðhaldi á stjórnvöld og myndar nauðsynlega pressu. Baráttan fyrir betra samfélagi fyrir alla, ekki aðeins fyrir suma, heldur þó áfram en við myndum ná mun meiri árangri ef jafnaðarmenn væru í meirihluta. Vonandi næst það eftir næstu kosningar.Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar