Ellefta árið í röð sem jafnrétti kynjanna mælist mest á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 06:53 Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum. vísir/vilhelm Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins. Jafnréttismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Ísland er efst á nýjum lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest í heiminum. Er þetta ellefta árið í röð sem Ísland er efst á listanum en hann var gefinn út í morgun ásamt skýrslu um stöðu kynjajafnréttis á heimsvísu. Næst á eftir Íslandi koma Norðurlöndin Noregur, Finnland og Svíþjóð en í fimmta sæti er Níkaragva og Nýja-Sjáland er í því sjötta. Írland er í sjöunda sæti, Spánn í því áttunda, Rúanda í níunda sæti og Þýskaland situr í því tíunda. Í tilkynningu á vef Alþjóðaefnahagsráðsins segir að ekkert okkar muni upplifa að sjá jafnrétti kynjanna náð og líklega munu mörg barna okkar heldur ekki ná því. Það er meginniðurstaða skýrslunnar sem leiðir í ljós að fullu jafnrétti kynjanna verði ekki náð í heiminum fyrr en eftir 99,5 ár. Í fyrra var árafjöldinn 108 ár. Þetta er 14. árið í röð sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrslu sína um jafnrétti kynjanna í heiminum. Úttektin nær til alls 153 landa en lagt er mat á jafnrétti kynjanna í stjórnmálum, menntun atvinnu og heilbrigði. Í ár eru störf framtíðarinnar einnig sérstaklega skoðuð með tilliti til jafnréttis kynjanna. Þannig sýnir skýrslan að konur eru aðeins tólf prósent þeirra sem starfa við skýjavinnslu (e. cloud computing). Í verkfræði eru konur fimmtán prósent og svo 26 prósent sem starfa við gagnavinnslu og gervigreind.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaefnahagsráðsins.
Jafnréttismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira