Flugvél bíður eftir nokkrum af ungu leikmönnum Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 09:00 Jürgen Klopp vill fá nokkra af ungu leikmönnunum til Katar í kvöld. Hér sést hann sjálfur í flugvélinni sem fór með aðallið Liverpool á HM félagsliða í Katar. Getty/Andrew Powell Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley. Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley.
Enski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira