Apple óttast að grunaðir þjófar flýi til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 10:30 Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti. Vísir/Getty Lögmenn Apple segja forsvarsmenn fyrirtækisins óttast að tveir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins frá Kína, sem sakaðir eru um að stela iðnaðarleyndarmálum, flýi til Kína verði þeir ekki áfram undir eftirliti. Þeim Xiaolang Zhang og Jizhong Chen er báðum gert að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum Apple og reynt að koma þeim til Kína. Zhang vann við leynilegt verkefni Apple sem tengist sjálfkeyrandi bílum. Hann tók skrár úr tölvukerfi fyrirtækisins og tilkynnti að hann væri að hætta og ætlaði sér að hefja vinnu hjá kínversku fyrirtæki sem vinnur einnig að sjálfkeyrandi bílum. Hann var handtekinn á flugvelli í fyrra þar sem hann var á leið um borð í flugvél til Kína. Þá fannst tölva á heimili hans sem innihélt iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins Marvell Technology Group, sem Zhang vann hjá áður en hann hóf vinnu hjá Apple. Chen tók rúmlega tvö þúsund skrár sem tengjast innri tölvukerfum Apple. Hann var handtekinn í janúar og var hann sömuleiðis á leið til Kína. Á heimili hans fundust einnig skjöl frá fyrirtækjum sem hann hafði áður starfað hjá. Þar á meðal eru fyrirtækin General Electric Co og Raytheon Co. Eitt skjal frá Rayheon var leynilegt og sneri að vinnu fyrirtækisins við eldflaugavarnir Bandaríkjanna. Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti.Lögmaður mannanna segir þá eiga fjölskyldur í Kína og þeir hafi því ástæður til að ferðast þangað. Þeir hafi hvorugur sýnt ummerki þess að ætla að koma sér undan réttvísinni. Saksóknarar segja hins vegar að fari þeir til Kína verði ómögulegt að rétta yfir þeim og mögulega dæma þá. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ítrekað sakað Kínverja um stuld á hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og hefur sá þjófnaður verið til umræðu í viðskiptaviðræðum ríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna varaði bandarísk fyrirtæki við því í september að eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki.Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Apple Bandaríkin Kína Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Sjá meira
Lögmenn Apple segja forsvarsmenn fyrirtækisins óttast að tveir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins frá Kína, sem sakaðir eru um að stela iðnaðarleyndarmálum, flýi til Kína verði þeir ekki áfram undir eftirliti. Þeim Xiaolang Zhang og Jizhong Chen er báðum gert að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum Apple og reynt að koma þeim til Kína. Zhang vann við leynilegt verkefni Apple sem tengist sjálfkeyrandi bílum. Hann tók skrár úr tölvukerfi fyrirtækisins og tilkynnti að hann væri að hætta og ætlaði sér að hefja vinnu hjá kínversku fyrirtæki sem vinnur einnig að sjálfkeyrandi bílum. Hann var handtekinn á flugvelli í fyrra þar sem hann var á leið um borð í flugvél til Kína. Þá fannst tölva á heimili hans sem innihélt iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins Marvell Technology Group, sem Zhang vann hjá áður en hann hóf vinnu hjá Apple. Chen tók rúmlega tvö þúsund skrár sem tengjast innri tölvukerfum Apple. Hann var handtekinn í janúar og var hann sömuleiðis á leið til Kína. Á heimili hans fundust einnig skjöl frá fyrirtækjum sem hann hafði áður starfað hjá. Þar á meðal eru fyrirtækin General Electric Co og Raytheon Co. Eitt skjal frá Rayheon var leynilegt og sneri að vinnu fyrirtækisins við eldflaugavarnir Bandaríkjanna. Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti.Lögmaður mannanna segir þá eiga fjölskyldur í Kína og þeir hafi því ástæður til að ferðast þangað. Þeir hafi hvorugur sýnt ummerki þess að ætla að koma sér undan réttvísinni. Saksóknarar segja hins vegar að fari þeir til Kína verði ómögulegt að rétta yfir þeim og mögulega dæma þá. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ítrekað sakað Kínverja um stuld á hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og hefur sá þjófnaður verið til umræðu í viðskiptaviðræðum ríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna varaði bandarísk fyrirtæki við því í september að eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki.Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum.
Apple Bandaríkin Kína Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Sjá meira