Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 14:41 Starfsmaður Boeing fylgist með geimferjunni lenda á Hvítu söndum í Nýju-Mexíkó. AP/Aubrey Gemignani Ómönnuð geimferja Boeing sem lenti í hremmingum í jómfrúarferð sinni í síðustu viku lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í nótt. Geimferjan átti upphaflega að fljúga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu en hún komst hins vegar aldrei á rétta sporbraut eftir geimskotið á föstudag. Starliner-geimferjan er geimfarið sem Boeing hefur unnið að til að flytja menn út í geim fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA. Henni var skotið á loft á föstudag og átti hún að flytja vistir til geimstöðvarinnar. Upphaflega átti ferðin að taka viku en hún var stytt eftir að þrýstiflaugar geimferjunnar virkuðu ekki sem skyldi aðeins hálftíma eftir geimskotið frá Canaveral-höfða fyrir helgi. Geimferjan komst því aldrei á rétta braut til að ná til geimstöðvarinnar. Orsökin er sögð innri klukka geimferjunnar sem var ekki í samræmi við Atlas V-eldflaugarinnar sem skaut ferjunni út í geim, að sögn AP-fréttastofunnar. Ferjan fór 33 hringi í kringum jörðina áður en hún lenti í Nýju-Mexíkó. Lendingin gekk að óskum en þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar sem hannað er til að flytja menn lenti á föstu landi eftir geimferð. Allar aðrar geimferjur Bandaríkjamanna hafa lent í hafinu. Þó að lendingin hafi gengið vel verða geimfararnir sem eru í Alþjóðlegu geimstöðinni án jólagjafanna, fatnaðar og matvæla sem Starliner-ferjan átti að færa þeim. Boeing Geimurinn Tengdar fréttir Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01 Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ómönnuð geimferja Boeing sem lenti í hremmingum í jómfrúarferð sinni í síðustu viku lenti heilu og höldnu í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í nótt. Geimferjan átti upphaflega að fljúga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu en hún komst hins vegar aldrei á rétta sporbraut eftir geimskotið á föstudag. Starliner-geimferjan er geimfarið sem Boeing hefur unnið að til að flytja menn út í geim fyrir bandarísku geimvísindastofnunina NASA. Henni var skotið á loft á föstudag og átti hún að flytja vistir til geimstöðvarinnar. Upphaflega átti ferðin að taka viku en hún var stytt eftir að þrýstiflaugar geimferjunnar virkuðu ekki sem skyldi aðeins hálftíma eftir geimskotið frá Canaveral-höfða fyrir helgi. Geimferjan komst því aldrei á rétta braut til að ná til geimstöðvarinnar. Orsökin er sögð innri klukka geimferjunnar sem var ekki í samræmi við Atlas V-eldflaugarinnar sem skaut ferjunni út í geim, að sögn AP-fréttastofunnar. Ferjan fór 33 hringi í kringum jörðina áður en hún lenti í Nýju-Mexíkó. Lendingin gekk að óskum en þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar sem hannað er til að flytja menn lenti á föstu landi eftir geimferð. Allar aðrar geimferjur Bandaríkjamanna hafa lent í hafinu. Þó að lendingin hafi gengið vel verða geimfararnir sem eru í Alþjóðlegu geimstöðinni án jólagjafanna, fatnaðar og matvæla sem Starliner-ferjan átti að færa þeim.
Boeing Geimurinn Tengdar fréttir Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01 Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 16:01
Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 13:42