Norski seðlabankinn lækkar stýrivexti í núll Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 08:55 Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. Getty Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur. Noregur Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll. Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25. Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. „Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun. Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur.
Noregur Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira