Hvers virði er geðheilbrigði barna? Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 3. mars 2020 11:00 Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verkföll 2020 Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun