Vonast til þess að heilastarfsemi mótastjóra KSÍ verði rannsökuð er hann hættir: „Ótrúlegt verk“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 08:30 Þorkell Máni Pétursson hefur áhuga á að kanna heilastarfsemi Birkis Sveinssonar en Birkir er einn aðalmaðurinn á hverju fótboltasumrinu á eftir öðru. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur. Rikki G fékk þá Þorkel Mána og fyrrum markahrókinn Atla Viðar Björnsson til sín í settið í gær þar sem þeir ræddu byrjun Íslandsmótsins meðal annars en drög að sumrinu voru tilkynnt í gær. „Mér finnst þetta gleðidagur. Það er verið að sýna okkur að það er dagsetning til að horfa á þetta og fótboltinn fer að rúlla fyrr en síðar. Mér finnst bjart yfir og það er að vora. Þetta er allt að gerast,“ sagði Atli Viðar. Máni var sammála en setti spurningarmerki við mótið. „Það er frábært að þeir gátu sett upp mótin en það eru alls konar spurningar sem maður spyr sig til dæmis af hverju hefst neðri deildin ekki miklu fyrr? Hún byrjar eftir Pepsi Max-deild karla. Það er enginn að fara mæta á völlinn hvort sem er.“ Ritstjóri Fótbolti.net, Elvar Geir Magnússon, skrifaði í gær pistil og skildi ekkert í því að mótið yrði ekki byrjað fyrr. KSÍ gefur liðunum þrjár vikur til þess að undirbúa sig fyrir mótið. „Liðin í efstu deildinni þurfa klárlega meiri tíma til þess að undirbúa sig og kannski í fyrstu deildinni. Ég tala ekki fyrir 2. til 4. deildina en ég held að þau væru alveg til í að byrja fyrr. Það verður að hrósa Birki Sveinssyni og ég vona að mótastjóri KSÍ verði rannsakaður þegar hann hættir.“ „Þá á að fara og tékka á hvernig heilastarfsemin í þessum manni virkar að setja upp alla þessa leiki. Ég held að hann sé einn eða þeir séu tveir að setja upp alla þessa leiki. Þetta er alveg ótrúlegt verk og vel unnið. Þeir töluðu að það væri möguleiki ef liðin vildu það.“ Klippa: Sportið í kvöld - Atli Viðar og Máni um byrjun Íslandsmótsins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira