Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Unnar Ólafsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR).
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun