Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 10:49 Gregory Johns McMichael og Travis James McMichael, eftir að þeir voru handteknir í gærkvöldi. Vísir/AP Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira