Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 10:49 Gregory Johns McMichael og Travis James McMichael, eftir að þeir voru handteknir í gærkvöldi. Vísir/AP Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira