Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 20:45 Bréf Air Atlanta til flugmanna félagsins þar sem þeim eru boðin lægri kjör, valkvætt vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. Ríflega hundrað flugmenn voru með kjarasamning við Air Atlanta. í byrjun apríl fengu flugmenn bréf frá Air Atlanta undirritað af forstjóra félagsins og formanni Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar kemur fram að félagið hafi fengið tímabundna undanþágu frá FÍA vegna kórónuveirufaraldursins. Þátttaka flugmanna í undanþágunni sé valkvæð. Fjórir kostir voru í boði: Flugmenn skerði laun um fimmtung og haldi óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Flugmenn haldi óskertum launum og vinni 27% umfram vinnuskyldu 21/21 kerfisins eða 19 daga í mánuði án þess að slíkt myndi dagaskuld við flugmanninn. Flugmenn fari með með starfshlutfall niður í allt að 25% og halda sig heima, óunnir dagar geti verið nýttir síðar af hálfu félagsins samkvæmt samkomulagi. Mismunandi útfærslur af hlutastarfaleið verða gerðar aðgengilegar fyrir flugmenn. Þjálfunarflugmenn afsali sér þjálfunarálagi frá og með 1. maí 2020 og því gildi ekki hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnafrestur eins og hann kemur fyrir í kjarasamningi.Undanþágan gildir frá 1. apríl til 31. maí og er ekki fordæmisgefandi. Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að tekjur félagsins hafi dregist saman um 50% milli ára og því hafi kjör stjórnenda og annarra starfsmanna verið skert.Vísir/Sigurjón Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að farþegaflug hafi alveg lagst niður, það hafi verið megintekjulind félagsins og því þurfi að skera niður kostnað. „Það voru sex flugmenn sem ákváðu að fara á hlutabótaleið stjórnvalda en um hundrað ákváðu að halda óbreyttum launum og vinna meira,“ segir Baldvin. Aðspurður um hvort það sé þá ekki næg vinna fyrir alla flugmenninna svarar Baldvin. „Við tókum þá leið að við leitum til allra til að hagræða hjá félaginu. Misjafnar leiðir henta ólíkum aðilum. Við erum með starfsfólk og flugmenn sem eru með langveik börn og annað og eiga þá erfitt með að fara út í þrjár vikur og koma svo heim og fara í sóttkví í tvær vikur,“ segir Baldvin. Aukin eftirspurn er eftir fraktflugi í heiminum og hefur það aukist hjá félaginu. Það er 50% aukning á fraktflugi hjá félaginu frá því í fyrra. En það skýrist fyrst og fremst af því að við erum með sex vélar núna í stað fjögurra í fyrra. Fraktflugið hefur sannarlega aukist en heildartekjutap félagsins er samt sem áður í kringum 50%,“ segir Baldvin. Baldvin segir að allir stjórnendur hafi tekið á sig launalækkanir og þá séu alls 60 starfsmenn fyrirtækisins á hlutabótaleið stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Air Atlanta Tengdar fréttir Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18 Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. Ríflega hundrað flugmenn voru með kjarasamning við Air Atlanta. í byrjun apríl fengu flugmenn bréf frá Air Atlanta undirritað af forstjóra félagsins og formanni Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þar kemur fram að félagið hafi fengið tímabundna undanþágu frá FÍA vegna kórónuveirufaraldursins. Þátttaka flugmanna í undanþágunni sé valkvæð. Fjórir kostir voru í boði: Flugmenn skerði laun um fimmtung og haldi óbreyttu vinnufyrirkomulagi. Flugmenn haldi óskertum launum og vinni 27% umfram vinnuskyldu 21/21 kerfisins eða 19 daga í mánuði án þess að slíkt myndi dagaskuld við flugmanninn. Flugmenn fari með með starfshlutfall niður í allt að 25% og halda sig heima, óunnir dagar geti verið nýttir síðar af hálfu félagsins samkvæmt samkomulagi. Mismunandi útfærslur af hlutastarfaleið verða gerðar aðgengilegar fyrir flugmenn. Þjálfunarflugmenn afsali sér þjálfunarálagi frá og með 1. maí 2020 og því gildi ekki hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnafrestur eins og hann kemur fyrir í kjarasamningi.Undanþágan gildir frá 1. apríl til 31. maí og er ekki fordæmisgefandi. Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að tekjur félagsins hafi dregist saman um 50% milli ára og því hafi kjör stjórnenda og annarra starfsmanna verið skert.Vísir/Sigurjón Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir að farþegaflug hafi alveg lagst niður, það hafi verið megintekjulind félagsins og því þurfi að skera niður kostnað. „Það voru sex flugmenn sem ákváðu að fara á hlutabótaleið stjórnvalda en um hundrað ákváðu að halda óbreyttum launum og vinna meira,“ segir Baldvin. Aðspurður um hvort það sé þá ekki næg vinna fyrir alla flugmenninna svarar Baldvin. „Við tókum þá leið að við leitum til allra til að hagræða hjá félaginu. Misjafnar leiðir henta ólíkum aðilum. Við erum með starfsfólk og flugmenn sem eru með langveik börn og annað og eiga þá erfitt með að fara út í þrjár vikur og koma svo heim og fara í sóttkví í tvær vikur,“ segir Baldvin. Aukin eftirspurn er eftir fraktflugi í heiminum og hefur það aukist hjá félaginu. Það er 50% aukning á fraktflugi hjá félaginu frá því í fyrra. En það skýrist fyrst og fremst af því að við erum með sex vélar núna í stað fjögurra í fyrra. Fraktflugið hefur sannarlega aukist en heildartekjutap félagsins er samt sem áður í kringum 50%,“ segir Baldvin. Baldvin segir að allir stjórnendur hafi tekið á sig launalækkanir og þá séu alls 60 starfsmenn fyrirtækisins á hlutabótaleið stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Air Atlanta Tengdar fréttir Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18 Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30 Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Icelandair verði í skötulíki næsta árið Stjórnendur Icelandair Group áætla að starfsemi félagsins verði lítil sem engin næstu 12 mánuðina. 6. maí 2020 07:18
Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. 5. maí 2020 23:30
Icelandair tapaði 30,9 milljörðum Lausafjárstaða Icelandair Group nam 40 milljörðum króna, 281 milljón dollara, í lok mars að því er fram kemur í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri félagsins sem birt var í kvöld. Alls tapaði félagið 30,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. 4. maí 2020 18:50