Smitvarin stefnumót og fjárfestafundir í sýndarveruleika Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 11. maí 2020 16:00 Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Upplýsingatækni Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun