Samningsaðilar finni til ábyrgðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2020 19:40 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Friðrik Þór Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Í haust var ákveðið að afnema sérstakan vaktaálagsauka en aðgerðin kom til framkvæmda nú um mánaðamótin sem kom afar illa við hjúkrunarfræðinga. Síðdegis í dag barst svo tilkynning frá fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um að vaktaálagsaukinn, sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans, verði framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Sjá einnig: Tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga til næstu mánaða „Varðandi sérstaka umbun þá tel ég eðlilegra, sérstaklega í ljósi þess að vaktaálagsauki er eitthvað sem mun væntanlega fara inn í breytta kjarasamninga. Ég tel eðlilegra að við þessar fordæmalausu aðstæður þá sé hugað sérstaklega að umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Hann hafi sent heilbrigðisráðherra bréf þess efnis. Ráðherra segir erindið móttekið, það verði skoðað en leggur áherslu á gerð kjarasamninga. „Ég geri það á hverjum einasta degi að beita mér í þá veru að það náist kjarasamningar vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag að hjúkrunarfræðingar hafi viðunandi kjarasamning,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Flóknar og þungar samningaviðræður Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sem tók til starfa um mánaðarmótin, hefur boðað samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins til fundar á mánudaginn. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars. „Þetta eru mjög erfiðar, flóknar og þungar samningaviðræður en það sem hjálpar okkur er að samningsaðilar eru í þessu af miklum þunga og af miklum heilindum og samningsnefndirnar vinna mjög góða vinnu og vinna þétt saman og eru að leggja sig allar fram og finna mjög þétt til þeirrar ábyrgðar sem á þeim hvílir að ljúka þessum samningum sem allra allra fyrst,“ segir Aðalsteinn. Ítarlegra viðtal við Aðalstein má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira