Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 16:26 Lögreglumennirnir sem kallaðir voru á vettvang voru settir í úrvinnslusóttkví þar sem grunur lék á kórónuveirusmiti meðal farþega bílsins sem valt. vísir/vilhelm Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt. Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt.
Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13