Hetjurnar í framlínunni Stefán Pétursson skrifar 4. apríl 2020 19:00 Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þær stórkostlegu hetjur, sem nú standa í fremstu víglínu baráttunnar við hinn útsmogna og lævísa óþokka Covid-19, eru svo sannarlega skjöldur okkar og sverð. Með æðruleysi og fórnfýsi leggja þau allt í sölurnar fyrir samfélagið og leggja heilsu sína og velferð í hættu allan sólarhringinn í þeirri vissu og trú, að sigur muni vinnast að lokum. Heilbrigðisstéttirnar sem nú berjast sem aldrei fyrr við þennan vágest eiga svo sannarlega skilið þakkir okkar. Mig langar að koma því á framfæri hér, um leið og ég þakka öllu starfsfólki heilbrigðiskerfisins fyrir þeirra ómetanlega starf, að sú starfstétt sem ég tilheyri fær mínar allra bestu kveðjur fyrir það gríðarlega mikilvæga og fórnfúsa starf sem hún sinnir. Fólkinu í utanspítalaþjónustu á Íslandi, sem sinnir veikum og slösuðum allan sólarhringinn alla daga ársins, færi ég mínar innilegustu þakkir og heillaóskir. Ef ykkar nyti ekki við núna, sem endranær, er hætt við að allt önnur sviðsmynd væri uppi á teningnum. Slökkviliðs og sjúkraflutningamenn eru oftar en ekki fyrsta snerting veikra og slasaðra við heilbrigðiskerfið og fyrstu samskipti við fagaðila innan þess kerfis. Gríðarlegt álag er á slökkviliðs og sjúkraflutningamönnum um þessar mundir, eins og öðrum í heilbrigðiskerfinu, og því vil ég ítreka þakkir mínar, ykkur öllum til handa, fyrir að standa vaktina og hrósa ykkur fyrir fagleg og fumlaus vinnubrögð. Takk fyrir að standa í broddi fylkingar og mæta vágestinum af einurð, ákveðni og fagmennsku. Þið eruð hetjurnar og fagfólkið sem takið fyrsta höggið. Án ykkar væri heilbrigðiskerfið og utanspítalaþjónusta á Íslandi mun verr statt. Nú ríður á að klára sem fyrst kjarasamninga við þær heilbrigðisstéttir sem enn er ósamið við og má þar fyrst nefna hjúkrunarfræðinga, sem standa í eldlínunni nú sem fyrr. Eins er vert að minnast á að enn er ósamið við sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu, en þó virðist sem eitthvað sé að rofa til á þeim vettvangi, sem betur fer. Að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum er það fólkið í utanspítalaþjónustunni, fólkið á sjúkrabílunum, slökkviliðs og sjúkraflutningamenn þessa lands sem eru í fremstu víglínu baráttunnar og í afar mikilli nálægð við ógnvaldinn Covid-19. Þessu fólki megum við ekki gleyma því án þeirra værum við mun verr stödd í baráttunni. Kæru félagar í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, takk fyrir ykkar framlag og takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur öll. Rétt er að taka fram að eftir að þessi grein var skrifuð var samið við sjúkraflutningamenn hjá ríkinu. Fer samningurinn nú í kynningu meðal félagsmanna og í framhaldinu verður kosið um hann. Höfundur er sjúkraflutningamaður og fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun