96% Íslendinga treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum til að takast á við COVID-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2020 10:02 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Alma Möller landlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups treystir um 96% Íslendinga almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Traustið hefur aukist töluvert frá því um miðjan mars þegar könnunin fór af stað, en tekin voru þrjú úrtök á tímabilinu 16. mars til 2. apríl til að skoða breytingar á skoðunum Íslendinga á málefnum sem varða kórónuveiruna á tímabilinu. Af þessum 96 prósentum sögðust 51 prósent treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega, 34 prósent treysta þeim mjög vel og ellefu prósent frekar vel í úrtaki sem tekið var 27. mars -2. apríl. Þegar könnunin fór af stað treystu 38 prósent almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega, 36 prósent mjög vel og 16 prósent frekar vel. Traust jókst því til muna en við bættust þrettán prósent sem treystu heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega. Tölfræði yfir hve mikið traust landsmenn bera til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda annars vegar og ríkisstjórninni hins vegar til að takast á við áhrif COVID-19.Grafík frá Gallup Þá var það einnig kannað hve vel þjóðin treysti íslensku ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif COVID-19. Niðurstöður úrtaks sem tekið var 20.-26. mars voru að 15 prósent treystu ríkisstjórninni fullkomlega, 30 prósent mjög vel, 30 prósent frekar vel og 25 prósent treystu ríkisstjórninni hvorki vel né illa, frekar illa eða mjög illa. Traust til ríkisstjórnarinnar breyttist örlítið í úrtaki sem tekið var 27. Mars til 2. Apríl, en þá treystu aðeins 11 prósent ríkisstjórninni fullkomlega, 32 prósent mjög vel, 32 prósent frekar vel og 25 prósent hvorki vel né illa, frekar illa eða mjög illa. Kvíði vegna COVID-19 meðal landsmanna hefur aukist frá því um miðjan mars.Grafík frá Gallup 18 prósent í sjálfskipaðri sóttkví Aðeins 11,9 prósent telja sig hafa verið með einkenni sem passa við COVID-19 en sú skoðun jókst á tveimur vikum, en þá töldu aðeins 5,9 prósent sig hafa fundið fyrir einkennum COVID-19. Töluvert fleiri töldu einhverja nákomna sér vera með eða hafa verið með einkenni sem passa við COVID-19 en það voru um 16,2 prósent. Hlutfall þeirra jókst einnig á vikunum tveimur en aðeins 7 prósent töldu einhvern nákominn sér hafa verið með einkenni sjúkdómsins um miðjan mars. Hlutfall einstaklinga í sjálfskipaðri sóttkví hefur aukist um 14 prósent frá því um miðjan mars.Grafík frá Gallup Þá hefur kvíði vegna faraldursins meðal landsmanna aukist frá því um miðjan mars en nú finna um 36,8 prósent landsmanna fyrir frekar miklum, mjög miklum eða gífurlega miklum kvíða. Þetta hlutfall jókst um 9,5 prósent frá því um miðjan mars. Í kring um 30 prósent þjóðarinnar finnur fyrir hvorki miklum né litlum kvíða vegna ástandsins. Einstaklingum í sjálfskipaðri sóttkví hefur einnig fjölgað en á tímabilinu 13.-16. mars voru aðeins 4 prósent svarenda í sjálfskipaðri sóttkví. Dagana 20.-26. mars voru 13 prósent svarenda í sjálfskipaðri sóttkví og nú eru um 18 prósent í sjálfskipaðri sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Samfélagslegar áskoranir: Notum tímann uppbyggilega Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir. 2. apríl 2020 14:00 „Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. 28. janúar 2020 12:45 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups treystir um 96% Íslendinga almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. Traustið hefur aukist töluvert frá því um miðjan mars þegar könnunin fór af stað, en tekin voru þrjú úrtök á tímabilinu 16. mars til 2. apríl til að skoða breytingar á skoðunum Íslendinga á málefnum sem varða kórónuveiruna á tímabilinu. Af þessum 96 prósentum sögðust 51 prósent treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega, 34 prósent treysta þeim mjög vel og ellefu prósent frekar vel í úrtaki sem tekið var 27. mars -2. apríl. Þegar könnunin fór af stað treystu 38 prósent almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega, 36 prósent mjög vel og 16 prósent frekar vel. Traust jókst því til muna en við bættust þrettán prósent sem treystu heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega. Tölfræði yfir hve mikið traust landsmenn bera til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda annars vegar og ríkisstjórninni hins vegar til að takast á við áhrif COVID-19.Grafík frá Gallup Þá var það einnig kannað hve vel þjóðin treysti íslensku ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif COVID-19. Niðurstöður úrtaks sem tekið var 20.-26. mars voru að 15 prósent treystu ríkisstjórninni fullkomlega, 30 prósent mjög vel, 30 prósent frekar vel og 25 prósent treystu ríkisstjórninni hvorki vel né illa, frekar illa eða mjög illa. Traust til ríkisstjórnarinnar breyttist örlítið í úrtaki sem tekið var 27. Mars til 2. Apríl, en þá treystu aðeins 11 prósent ríkisstjórninni fullkomlega, 32 prósent mjög vel, 32 prósent frekar vel og 25 prósent hvorki vel né illa, frekar illa eða mjög illa. Kvíði vegna COVID-19 meðal landsmanna hefur aukist frá því um miðjan mars.Grafík frá Gallup 18 prósent í sjálfskipaðri sóttkví Aðeins 11,9 prósent telja sig hafa verið með einkenni sem passa við COVID-19 en sú skoðun jókst á tveimur vikum, en þá töldu aðeins 5,9 prósent sig hafa fundið fyrir einkennum COVID-19. Töluvert fleiri töldu einhverja nákomna sér vera með eða hafa verið með einkenni sem passa við COVID-19 en það voru um 16,2 prósent. Hlutfall þeirra jókst einnig á vikunum tveimur en aðeins 7 prósent töldu einhvern nákominn sér hafa verið með einkenni sjúkdómsins um miðjan mars. Hlutfall einstaklinga í sjálfskipaðri sóttkví hefur aukist um 14 prósent frá því um miðjan mars.Grafík frá Gallup Þá hefur kvíði vegna faraldursins meðal landsmanna aukist frá því um miðjan mars en nú finna um 36,8 prósent landsmanna fyrir frekar miklum, mjög miklum eða gífurlega miklum kvíða. Þetta hlutfall jókst um 9,5 prósent frá því um miðjan mars. Í kring um 30 prósent þjóðarinnar finnur fyrir hvorki miklum né litlum kvíða vegna ástandsins. Einstaklingum í sjálfskipaðri sóttkví hefur einnig fjölgað en á tímabilinu 13.-16. mars voru aðeins 4 prósent svarenda í sjálfskipaðri sóttkví. Dagana 20.-26. mars voru 13 prósent svarenda í sjálfskipaðri sóttkví og nú eru um 18 prósent í sjálfskipaðri sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Samfélagslegar áskoranir: Notum tímann uppbyggilega Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir. 2. apríl 2020 14:00 „Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. 28. janúar 2020 12:45 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Samfélagslegar áskoranir: Notum tímann uppbyggilega Það er ekki auðvelt að átta sig á hverjar endanlegar afleiðingar kórónafaraldursins verða. Sem betur fer eigum við Íslendingar gott fagfólk sem við treystum þegar kemur að viðbrögðum í heilbrigðismálum og hvað varðar almannavarnir. 2. apríl 2020 14:00
„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. 28. janúar 2020 12:45
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54