Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 12:30 Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kyngi mögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að hún sé meginástæða heimsóknarinnar. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins 2008 voru margvíslegar. Þær aðgerðir sem fólu í sér eyðileggingu á íslenskri náttúru reyndust þó í besta falli skaðlausar fyrir efnahagslífið, í versta falli stór útgjaldaliður, eins og kísilver United Silicon og kísilver PCC á Bakka. Beinn kostnaður ríkis vegna Bakka 4,2 milljarðar Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna kísilversins á Bakka hefur verið áætlaður 4,2 milljarðar króna. Að auki hefur það heimild til þess að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent. Síðast en ekki síst spilltu orkuvinnsla og línulagnir vegna kísilsversins íslenskri náttúru varanlega. Kísilverið á nú í töluverðum rekstrarvandræðum og skilar litlum sem engum tekjum í þjóðarbúið. Óþarfi er að fara mörgum orðum um kísilver United Silocon. Það stendur óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Sáralítil arðsemi af Kárahnjúkum Kárahnjúkavirkjun var byggð í trássi við náttúruverndar-, skipulags- og stjórnsýslulög í von um fjárhagslegan gróða. Virkjunin átti að skila Landsvirkjun 14 prósent arðsemi en var í raun aðeins 3,5 prósent árið 2011[1]. Þar sem arðsemin er tengd álverði og það hefur lækkað síðan 2011 er hún líklega farin að nálgast núllið. Bygging virkjunarinnar var einn af orsakavöldum efnahagshrunsins 2008 eins og fram kemur í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010[2]. Óspillt náttúra er bjargvætturinn Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er hún því ein stöðugasta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Lærum af reynslunni Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Stórt séð virðast þær aðgerðir á þessari öld sem fela í sér eyðileggingu náttúru ekki hafa skilað efnahagslegum ábata. Óspillt náttúra hefur hins vegar verið tryggur bandamaður. Við verðum að bera gæfu til þess að tryggja verndun íslenskrar náttúru til frambúðar í þessari efnahagslægð. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Okkur ber ekki bara skylda til að vernda hana heldur er það efnahagslega sjálfbært. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. [1] Kárahnjúkavirkjun dýrust miðaða við framleiðslugetu (2011, 5. september). Markaðurinn, bls 5. [2] Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir (2010) Rannsóknarnefnd Alþingis. Alþingi, Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun