„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 13:28 A7 stofugangur í miðjum faraldri. Landspítali/Þorkell Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30