Bandaríski heimsmeistarinn æfir enn á fullu komin níu mánuði á leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 12:30 Alex Morgan á fullu við æfingarnar í myndbandinu á Instagram síðu hennar. Mynd/Instagram Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012. HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan hefur ekkert slakað á við æfingarnar nú þegar líður að fæðingu frumburðarins og bumbu æfingamyndbönd hennar hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Alex Morgan er í hópi bestu knattspyrnukvenna heims og var í lykilhlutverki þegar bandaríska landsliðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Frakklandi í fyrrasumar. Morgan er mjög öflugur framherji og hefur verið í fremstu röð síðan að hún vann sér sæti í bandaríska landsliðinu þegar hún var tvítug eða fyrir áratug. Morgan fékk silfurskóinn á HM 2019 sem næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir liðfélaga sínum Megan Rapinoe en Alex Morgan var með 6 mörk og 3 stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Alex Morgan og maður hennar Servando Carrasco tilkynntu það í október síðastliðnum að þau ættu von á dóttur í apríl. The World Cup winner is due to have her baby any time now, but that hasn't stopped her from working out. https://t.co/vRR6UlbIvq— SPORTbible (@sportbible) April 13, 2020 Alex Morgan gaf það strax út að hún ætlaði sér að ná Ólympíuleikunum í Tókýó sem áttu að fara fram í sumar en hefur nú verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldarins. Alex Morgan hefur verið dugleg að gefa aðdáendum sínum innsýn í æfingar sínar og hún hefur ekkert slakað á þótt að bumban stækki með hverjum deginum. Nú þegar Ólympíuleikunum hefur verið frestað og engir fótboltaleikir eru á dagskránni bjuggust samt flestir við að Alex Morgan myndi róa æfingarnar og fara að undirbúa sig fyrir það að fæða barnið. Alex Morgan ætlar hins vegar að æfa alla níu mánuðina eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan. Being nine months pregnant and in quarantine isn't stopping Alex Morgan from working out ??(via @alexmorgan13) pic.twitter.com/Bsu36AThxI— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Fyrir tveimur mánuðum þá var Alex Morgan enn út á knattspyrnuvellinum að gera æfingar með boltann en nú er æfir hún í sóttkví þar sem eiginmaðurinn hvetur hana áfram. Alex Morgan hefur skorað 107 mörk í 169 leikjum fyrir bandaríska landsliðið og hún hefur tvisvar orðið bandarískur meistari auk þess að vinna þrennuna með Lyon tímabilið 2016-17. Alex Morgan varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2015 og 2018 en hún varð líka Ólympíumeistari með liðinu í London 2012.
HM 2019 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira