Ég verð að muna… Stella Samúelsdóttir skrifar 15. maí 2020 07:31 …að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Stella Samúelsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
…að undirbúa kvöldmat, kaupa í matinn, elda, setja í þvottavél, hengja upp, brjóta saman þvottinn, panta sumarfrístundina, sækja í fiðlutíma, græja sparinestið, hringja í ömmu, hreinsa kattakassann, melda barnið í afmælið á Facebook viðburðinum, fara með pollagallann og auka vettlinga í leikskólann. Og ég verð að muna að það er ósanngjarnt að ein manneskja sitji uppi með öll þessi verkefni. Í tilefni af alþjóðadegi fjölskyldunnar er tilvalið að beina sjónum að helsta (starfs)vettvangi fjölskyldunnar, heimilinu. Covid-19 heimsfaraldurinn er ekki aðeins ógn við heilsu heimsbyggðarinnar, heldur hefur hann hrint af stað allsherjar atvinnu- og efnahagskreppu í heiminum. Ef tekið er mið af þeirri staðreynd að 740 milljónir kvenna um allan heim starfa utan formlegra hagkerfa er augljóst hvaða hópi stafar mest ógn af þessari stærstu efnahagskreppu okkar tíma. „Konur þéna minna, geta síður lagt fyrir vegna lægri tekna, búa við minna starfsöryggi og eru mun líklegri til að starfa utan formlegra hagkerfa án allra réttinda,“ sagði Phumzile Mlambo Ngcuka, framvæmdastýra UN Women á fundi í vikunni með sérfræðingum G7 ríkjanna. Um leið þrýsti hún á þau að taka bága stöðu kvenna á vinnumarkaði til greina og tryggja að aðgerðir í kjölfar Covid-19 taki mið af langvarandi kynjamismunun og skilji engan eftir. Á heimsvísu eru konur 56% þeirra sem starfa í þjónustustörfum, en innan G7 ríkjanna (Bretlandi, Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Kanada) eru hlutfallið 88%. Næstum 60% allra kvenna í heiminum sinna „óformlegum“ störfum án viðeigandi samninga, réttinda og starfsöryggis og eiga í mun meiri hættu á að festast í fátæktargildru. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sinna þjónustustörfum í fjarvinnu. Árið 2020 átti að verða stórt og umbyltandi jafnréttisár í heiminum. Þetta er árið sem við ætluðum að fagna 25 ára afmæli Peking sáttmálans en um leið endurskuldbinda okkur til að ná markmiðum hans, því þeim hefur ekki enn verið náð. Víða um heim eru enn lög við lýði sem mismuna á grundvelli kyns og enn búa konur og stúlkur við kerfislægar hindranir og mismunun. Heimsfaraldurinn hefur leitt í ljós, í eitt skipti fyrir öll, að formlegum hagkerfum heimsins er haldið uppi af ósýnilegri og ólaunaðri vinnu kvenna og stúlkna. Staðreyndin er nefnilega sú að konur eyða að meðaltali tíu árum af ævi sinni í ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf á meðan karlmenn eyða fjórum árum í sömu störf. Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins sem geisar nú um allan heim, þurfum við setja alla orku í að varðveita þau réttindi kvenna sem þegar hafa áunnist, því hættan á afturför í jafnréttismálum er gríðarleg. Um leið getum við litið á þessa títtnefndu „fordæmalausu“ tíma sem tækifæri til að skapa fordæmi innan heimilisins og deila ábyrgðinni jafnt. Heimilið á fyrst og fremst að vera griðastaður okkar allra óháð kyni en ekki slítandi starfsvettvangur kvenna. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun