Rússar reiðir yfir fréttum af ótilgreindum dauðsföllum Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 11:49 Maður gengur hjá minnisvarða um heilbrigðisstarfsmenn sem hafa dáið vegna Covid-19. AP/Dmitri Lovetsky Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Yfirvöld Rússlands eru reið yfir fréttum erlendra fjölmiðla yfir því að mun fleiri hafi dáið þar í landi vegna Covdid-19 en opinberar tölur segja til um. Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi nýverið bréf á ritstjórnir New York Times og Financial Times þar sem þess var krafist að fregnir af dauðsföllum í Rússlandi yrðu dregnar til baka. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í vikunni að kvartanir yrðu einnig sendar til Harlem Desir, erindreka varðandi frelsi fjölmiðla hjá Mannréttinda- og lýðræðisstofnunar Örygis- og samvinnustofnunar Evrópu, og til Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO. Rússland er það land þar sem næst flestir smitaðir hafa greinst en yfirvöld landsins hafa gefið verulega í varðandi skimun fyrir nýju kórónuveirunni. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.AP/Alexander Zemlianichenko Opinberar tölur Rússlands segja minnst 252.245 hafa smitast af veirunni, sem veldur Covid-19, þar í landi og 2.305 hafa dáið. Það er mun minna en í öðrum ríkjum þar sem sambærilega margir hafa smitast. Á Bretlandi hefur til að mynda minnst 234.441 smitast og þar eru 33.693 dánir. Á Spáni hafa 229.540 smitast og 27.231 dáið. Á Ítalíu hafa 223.096 smitast og 31.368 dáið, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans, sem unnar eru úr opinberum gögnum. Í greinum NYT og FT var því haldið fram að með því að bera saman opinberar tölur um hve margir hefðu dáið í Moskvu og St. Pétursborg í apríl og bera það saman við sömu tölur nokkur ár aftur í tímann hafi komið í ljós að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en gefið hefur verið upp. FT sagði gögnin benda til þess að dauðsföll vegna Covid-19 gætu verið 70 prósentum fleiri en gefið hefur verið upp. Zakharova sagði þetta vera falsfréttir og hefur minnst einn þingmaður lagt til að blaðamönnum miðlanna verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Zakharova sagði að aðgerðir gegn miðlunum tækju mið af því hvort fréttirnar yrðu dregnar til baka. Þá hafa yfirvöld Rússlands farið fram á að Google loki á þá grein Financial Times sem um ræðir. Russia’s media regulator has asked Google to block news article about FT’s news article on underreporting of Covid death rate. Authorities haven’t gone after FT itself in significant way — yet. But this a stark indication of sensitivity to any hint they are massaging real numbers https://t.co/u1dMaMmKqH— Oliver Carroll (@olliecarroll) May 15, 2020 Í samtali við AP fréttaveituna segir talsmaður NYT að fréttin byggi á opinberum gögnum frá Moskvu. Moscow Times sagði frá því á dögunum að embættismenn í Moskvu hafi sagt fjölmiðlum að rúmlega 60 prósent dauðsfalla vegna Covid-19 í borginni kæmu ekki fram í opinberum tölum. Þó fólk væri smitað af veirunni hefðu dauðsföll þeirra verið sögð af öðrum orsökum. Þungamiðja faraldursins er í Moskvu og á miðvikudaginn höfðu minnst 126.004 smitast og samkvæmt talningu ríkisins höfðu 1.232 dáið.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira