Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2020 07:48 Antonio Guterres hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. EPA „Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“ Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
„Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“
Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira