Alþingi mögulega á bakvakt í allt sumar Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2020 18:51 Ríkið mun greiða lægra hlutfall launa í gegnum hlutabótakerfið en greiða á móti laun starfsmanna sem sagt er upp störfum að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi eftir helgi. Þá verður einnig hægt að stöðva starfsemi fyrirtækja í kennitöluflakki. Forsætisráðherra segir mögulegt að Alþingi verði á bakvakt í sumar. Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í dag nauðsynleg frumvörp vegna síðasta aðgerðapakka og um atvinnurekstrarbann vegna kennitöluflakks og verða þau lögð fyrir þingflokka og Alþingi eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort þörf sé á fleiri frumvörpum á næstu vikum og hversu langt Alþingi muni starfa inn í sumarið. En hún muni funda með formönnum allra flokka um þau mál eftir helgi. Gæti farið svo að þingið verði á útkalli jafnvel út sumarið? Forsætisráðherra segir að fyrst um sinn greiði ríkið kostnað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli á meðan reynsla komi á framkvæmdina.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það ekki ólíklegt í ljósi þess hvað óvissan er enn mikil. Það eru stór mál framundan hvað varðar til að mynda ferðir til og frá landinu. Þannig að það er ekki ólíklegt að þingið verði á bakvaktinni allt sumarið,“ segir Katrín. Áður en landið verði opnað með varfærni hinn 15. júní skipti miklu hvernig gangi að létta takmörkunum vegna veirunnar innanlands. Hagræn greinig á áhrifum opnunarinnar og hvernig staðið verði að sýnatöku á Keflavíkurflugvelli liggi fyrir um mánaðamótin. Hver myndi borga fyrir sýnatöku hvers og eins? „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Þannig að farþegarnir borgi þetta? „Já,“ segir forsætisráðherra. Framkvæmdin ráðist líka af þróun faraldurins hér heima og í öðrum löndum. Ef Evrópusambandið framlengir lokun ytri landamæra Schengen þegar það renni út hinn 15. júní geti farþegar engu að síður komið til Íslands frá norður Ameríku en ekki áfram til Evrópu. Evrópubúar geti einnig komið þaðan og flogið til Norður Ameríku en gæti átt í erfiðleikum með að komast til baka til ríkja Evrópu ef lokun Schengen standi lengi. Fjármálaráðherra segir frumvarp ríkisstjórnarinnar miða að því að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrota fyrirtækja og gera þeim kleyft að leggjast í var.Vísir/Vilhelm Eitt viðamesta frumvarpið sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun er frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framhald hlutabótaleiðarinnar. Það gerir einnig ráð fyrir stuðning til greiðslu launa fólks á uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði. „Sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum. Félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli. En önnur þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli. Með þessu viljum við reyna að forða fjölda gjaldþrotum með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af þeim gætu hlotist.“ Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já það er hugsunin,“ segir Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30 Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Ríkið mun greiða lægra hlutfall launa í gegnum hlutabótakerfið en greiða á móti laun starfsmanna sem sagt er upp störfum að vissu hámarki samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi eftir helgi. Þá verður einnig hægt að stöðva starfsemi fyrirtækja í kennitöluflakki. Forsætisráðherra segir mögulegt að Alþingi verði á bakvakt í sumar. Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í dag nauðsynleg frumvörp vegna síðasta aðgerðapakka og um atvinnurekstrarbann vegna kennitöluflakks og verða þau lögð fyrir þingflokka og Alþingi eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort þörf sé á fleiri frumvörpum á næstu vikum og hversu langt Alþingi muni starfa inn í sumarið. En hún muni funda með formönnum allra flokka um þau mál eftir helgi. Gæti farið svo að þingið verði á útkalli jafnvel út sumarið? Forsætisráðherra segir að fyrst um sinn greiði ríkið kostnað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli á meðan reynsla komi á framkvæmdina.Vísir/Vilhelm „Mér finnst það ekki ólíklegt í ljósi þess hvað óvissan er enn mikil. Það eru stór mál framundan hvað varðar til að mynda ferðir til og frá landinu. Þannig að það er ekki ólíklegt að þingið verði á bakvaktinni allt sumarið,“ segir Katrín. Áður en landið verði opnað með varfærni hinn 15. júní skipti miklu hvernig gangi að létta takmörkunum vegna veirunnar innanlands. Hagræn greinig á áhrifum opnunarinnar og hvernig staðið verði að sýnatöku á Keflavíkurflugvelli liggi fyrir um mánaðamótin. Hver myndi borga fyrir sýnatöku hvers og eins? „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Þannig að farþegarnir borgi þetta? „Já,“ segir forsætisráðherra. Framkvæmdin ráðist líka af þróun faraldurins hér heima og í öðrum löndum. Ef Evrópusambandið framlengir lokun ytri landamæra Schengen þegar það renni út hinn 15. júní geti farþegar engu að síður komið til Íslands frá norður Ameríku en ekki áfram til Evrópu. Evrópubúar geti einnig komið þaðan og flogið til Norður Ameríku en gæti átt í erfiðleikum með að komast til baka til ríkja Evrópu ef lokun Schengen standi lengi. Fjármálaráðherra segir frumvarp ríkisstjórnarinnar miða að því að koma í veg fyrir fjölda gjaldþrota fyrirtækja og gera þeim kleyft að leggjast í var.Vísir/Vilhelm Eitt viðamesta frumvarpið sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun er frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framhald hlutabótaleiðarinnar. Það gerir einnig ráð fyrir stuðning til greiðslu launa fólks á uppsagnarfresti í allt að þrjá mánuði. „Sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum. Félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli. En önnur þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli. Með þessu viljum við reyna að forða fjölda gjaldþrotum með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af þeim gætu hlotist.“ Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já það er hugsunin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30 Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14 Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Rétta leiðin frá kreppu til lífsgæða Rétta leiðin úr þessari kreppu er að styrkja framfærslu almennings, tryggja húsnæðisöryggi og lífsgæði til framtíðar. 15. maí 2020 14:30
Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. 15. maí 2020 14:14
Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. 15. maí 2020 13:12