Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 20:27 Nelson Teich greindi frá afsögn sinni sem heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag en gaf ekki upp ástæðu. Brasilískir fjölmiðlar segja að ágreiningur við Bolosnaro um notkun á malaríulyfi hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27
Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04