87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er þetta í fyrsta sinn í tvo mánuði þar sem dauðsföll eru færri en hundrað.
Alls hafa 27.650 látist af völdum Covid-19 á Spáni frá því að faraldurinn hófst en landið hefur orðið hvað verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fjórða sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu.
Alls hafa um 231 þúsund smitast af veirunni á Spáni.
Í lok apríl var greint frá því að efnahagur landsins orðið fyrir miklu tjóni vegna faraldursins og sýndu bráðabirgðatölur að hagkerfi landsins hefði skroppið saman um 5,2 prósent. Þá hefði einkaneysla dregist saman um 7,5 prósent á sama tímabili.