„Ekki sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 11:30 Rúnar Páll er enn eflaust að velta fyrir sér hvernig Stjörnunni tókst að tapa gegn Þrótti sumarið 2014. vísir/ernir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mættið í Sportið í kvöld í liðinni viku og ræddi við Guðmund Benediktsson um ótrúlegt sumar Stjörnunnar árið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið, fór langt í Evrópukeppni en datt á ótrúlegan hátt út gegn Þrótti Reykjavík í bikarkeppninni. Sjá má Rúnar ræða téðan leik í spilarnum hér að neðan. „Það kemur að bikarleik, gegn Þrótturum [Þrótti Reykjavík] sem voru í næst efstu deild. Þar kemur fyrsta tapið ykkar á leiktíðinni. Hvernig fór þetta í þig,“ var spurningin sem Rúnar fékk frá Gumma Ben um þetta óvænta tap. „Þetta var ekkert skemmtilegt sko,“ sagði Rúnar og andvarpaði áður en hann hélt áfram. „Var fyrsta tapið okkar um sumarið og menn voru bara brjálaðir yfir því að vera dottnir út. Fórum árin á undan í úrslit, 2012 og 2013. Þannig að þetta var ekkert sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti. Það var eiginlega bara ... já,“ sagði Rúnar sem átti greinilega erfitt með að lýsa nákvæmlega því hvað gerðist í áðurnefndum leik gegn Þrótti. „Þetta var hneisa en það var spilað þétt og við vorum ekkert að staldra of lengi við þetta. Held við höfum ekki einu sinni rætt þennan leik daginn eftir. Við bara fórum út og æfðum, gleymdum þessu bara,“ sagði Rúnar að lokum. Varamaðurinn Matthew Eliasson skoraði eina mark Þróttar í leiknum en markið kom í upphafi framlengingar. Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og duttu því úr leik. Klippa: Rúnar Páll um óvænt tap gegn Þrótti Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00 Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mættið í Sportið í kvöld í liðinni viku og ræddi við Guðmund Benediktsson um ótrúlegt sumar Stjörnunnar árið 2014. Liðið fór taplaust í gegnum Íslandsmótið, fór langt í Evrópukeppni en datt á ótrúlegan hátt út gegn Þrótti Reykjavík í bikarkeppninni. Sjá má Rúnar ræða téðan leik í spilarnum hér að neðan. „Það kemur að bikarleik, gegn Þrótturum [Þrótti Reykjavík] sem voru í næst efstu deild. Þar kemur fyrsta tapið ykkar á leiktíðinni. Hvernig fór þetta í þig,“ var spurningin sem Rúnar fékk frá Gumma Ben um þetta óvænta tap. „Þetta var ekkert skemmtilegt sko,“ sagði Rúnar og andvarpaði áður en hann hélt áfram. „Var fyrsta tapið okkar um sumarið og menn voru bara brjálaðir yfir því að vera dottnir út. Fórum árin á undan í úrslit, 2012 og 2013. Þannig að þetta var ekkert sérlega vinsælt í Garðabænum að detta út gegn Þrótti. Það var eiginlega bara ... já,“ sagði Rúnar sem átti greinilega erfitt með að lýsa nákvæmlega því hvað gerðist í áðurnefndum leik gegn Þrótti. „Þetta var hneisa en það var spilað þétt og við vorum ekkert að staldra of lengi við þetta. Held við höfum ekki einu sinni rætt þennan leik daginn eftir. Við bara fórum út og æfðum, gleymdum þessu bara,“ sagði Rúnar að lokum. Varamaðurinn Matthew Eliasson skoraði eina mark Þróttar í leiknum en markið kom í upphafi framlengingar. Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og duttu því úr leik. Klippa: Rúnar Páll um óvænt tap gegn Þrótti Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00 Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00 Mest lesið „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Gríðarleg spenna á toppnum Handbolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Körfubolti Fleiri fréttir „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Mbappé magnaður og meistararnir áfram Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Pólverjarnir skildu plönin eftir í ruslinu í Garðabæ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld Íslandsmeistaraárið 2014. Það ár sló Stjarnan meðal annars út pólska liðið Lech Poznan, 1:0, í forkeppni Evrópudeildarinnar. 16. maí 2020 23:00
Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. 15. maí 2020 22:00