Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2020 19:58 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt og telja margir að öryggi neytenda sé ekki tryggt í því. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að árið 2018 hafi verið innleidd hér á landi löggjöf samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins og í henni felist mikið neytendaöryggi. Samkvæmt löggjöfinni ber hverju fyrirtæki að vera með tryggingar sem hægt sé að sækja í og endurgreiða viðskiptavinum fari fyrirtækið í þrot. „Forsendur [tilskipunarinnar] eru brostnar. Það var enginn að skrifa þessa tilskipun með það í huga að það væru einhverjar líkur á því að það yrði slökkt á allri ferðaþjónustu í allri álfunni og þar í kring. Þetta er gert til að tryggja aukin réttindi neytenda,“ sagðiÞórdís. Þá sagði hún að þetta eigi bara við um pakkaferðir, ekki til dæmis hefðbundna miða sem fólk kaupi hjá flugfélögum, það sé annað mál. Hún sagði að þegar ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að láta af hendi fjármunina sem viðskiptavinir hafa greitt fyrir ákveðnar pakkaferðir séu þau ekki í stöðu til að sækja þá fjármuni en þurfi þau að greiða viðskiptavinunum á einu bretti, án þess að geta sótt peningana aftur, sé hætta á að þau fari í þrot. „Við horfðum einfaldlega framan í það að ef við gerðum ekki neitt, sem getur alveg verið að verði niðurstaðan miðað við umræðuna og skort á pólitískum stuðningi við málið, þá horfum við fram á að ansi mörg þessara félaga muni fara í þrot.“ „Þá fer þessi mekanismi í gang þar sem viðskiptavinir, einhverjir verða búnir að fá endurgreitt, annars ef félagið fer í þrot ertu með þessar tryggingar,“ sagði Þórdís. Tryggingarnar er ekki hægt að grípa í fyrr en eftir að fyrirtækið er orðið gjaldþrota. „Við vissum að allar þessar [20 stærstu] ferðaskrifstofur eru með tryggingar sem eru með hærri fjárhæð en útistandandi kröfur þannig að þar af leiðandi getur maður sagt að réttindi neytandans eru tryggð,“ sagði Þórdís. „Þannig að ég get ekki tekið undir orð Breka, formanns Neytendasamtakanna þegar hann sagði að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtæki séu einskis virði. Alla jafna er það staðan en í þessu tilviki ekki vegna þess að þarna að baki eru þessar tryggingar sem eru til þess að greiða útistandandi kröfur.“ „Ég átta mig alveg á því að þetta er ekki „príma“ frumvarp fyrir neytendur, enda voru aðgerðirnar til þess að þetta væri einhvers konar vernd fyrir ferðaskrifstofurnar. Til að koma einhverju súrefni inn í þær og þær nái að slaka og einhverju svigrúmi til að það myndu ekki þurrkast upp allir fjármunir og þær fara í þrot.“ Hún segist meðvituð um það að margir séu ekki spenntir fyrir frumvarpinu og fylgst sé með aðgerðum landa í kring um okkur. Sum ríki hafa veitt allsherjar ríkisábyrgð á þessum kröfum en sú leið hefur ekki verið farin hér á landi. „Við erum auðvitað að fara í margar aðrar meiriháttar aðgerðir sem að kosta stórkostlega fjármuni.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. 17. maí 2020 19:30
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
Vilja fá að bjóða landsmönnum út í Hrísey í sumar Hríseyingar stefna ótrauðir á það að lokka Íslendinga út í eyjuna í sumar. Formaður Ferðamálafélags eyjunnar lofar nógu plássi og engum troðningi fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á inniveru vetrarsins. 16. maí 2020 22:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent