Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 14:04 Xi Jinping, forseti Kína, ræði við Covid-sjúkling í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum á ársþingi WHO í dag. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin. Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin.
Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16