Tókst að klobba einn besta hlauparann í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:00 Saquon Barkley var svolítið vandræðalegur eftir að Lisu Zimouche tókst að klóbba hann. Lisa setti myndbandið líka inn á Instagram síðuna sína. Mynd/Instagram Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk. Fótbolti NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Lisa Zimouche fór illa með eina stærstu stjörnu NFL-deildarinnar á dögunum þegar hlauparinn Saquon Barkley taldi sig geta stoppað hana. Hann fékk meira að segja að byrja með boltann. Lisa þessi þykir betri með boltann en flestir og ferðast um heiminn til að sýna kúnstir sínar. Oftar en ekki eru það kokhraustir karlmenn sem falla í þá gildru að halda að hún nái ekki að leika á þá. Lisa Zimouche er af frönskum og alsírskum ættum og var einu sinni í unglingaliði Paris Saint Germain en yfirgaf venjubundin fótbolta og fór að sérhæfa sér í að sýna tilþrif með boltann. Tilþrif hennar hafa oft vakið mikla athygli og í þann hóp bættist myndband af því þegar NFL-stjarnan Saquon Barkley reyndi sig á móti henni. Saquon Barkley fékk að byrja með boltann en áður en hann vissi af þá var Lisa búinn að stela honum af honum og fljótlega tókst henni að klobba hann líka eins og sjá má hér fyrir neðan. She hit Saquon Barkley with the steal and nutmeg ??(via lisafreestyle/Instagram) pic.twitter.com/18R3ZE6afb— ESPN FC (@ESPNFC) May 16, 2020 Saquon Barkley sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í NFL-deildinni árið 2018 en hann var valinn af New York Giants. Barkley setti hin ýmsu met og var valinn nýliði ársins. Barkley er svakalegur íþróttamaður með magnaðan sprengikraft sem kemur varnarmönnum andstæðinganna hvað eftir annað í mikil vandræði. Saquon Barkley hefur alls spilað 29 leiki í NFL-deildinni og í þeim hefur hann hlaupið með boltann 2310 jarda og skorað alls 23 snertimörk.
Fótbolti NFL Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira