Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 20:00 Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís. Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að verja milljarði króna til ársins 2023 til að styðja við rannsóknir og nýsköpun til að bregðast við samfélagslegum áskorunum. Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. „Þar sem lögð verður áhersla á samfélagslegar áskoranir, þær voru unnar í miklu samráði og snúast um loftslagsvána, heilbrigðisvísindi og fjórðu iðnbyltinguna og tæknibreytingar. Hvernig ætlar samfélagið að takast á við þær með vísindi og rannsóknir að vopni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samtímis var kynnt áætlun sem felur í sér 27 aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í er varða fjórðu iðnbyltinguna. „Þar eru til að mynda ýmis siðferðileg álitamál sem kalla á að Ísland móti sér stefnu í málefnum gervigreindar, hvernig við ætlum að nýta þessa nýju tækni, hvaða mörk við ætlum að setja þessari nýju tækni og tryggja að tæknin verði ekki sú sem stjórnar, heldur að fólkið stjórni tækninni og að hún nýtist okkur öllum,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist af athygli með erindi Tryggva Þorgeirssonar, formanns Tækniþróunarsjóðs.Vísir/Vilhelm Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna, fjallaði einnig um málið á blaðamannafundinum í dag. „Íslensk stjórnvöld þurfa að liðsinna fólki við það að komast í gegnum þessar tæknibreytingar. Efla færni fólks, það þarf að aðlaga menntakerfið og stofnanir samfélagsins að því að tæknin mun breyta verulega því hvernig við höfum byggt upp okkar samfélag,“ segir Héðinn í samtali við fréttastofu. „Við eigum ekki að hugsa það þannig að sjálfvirknivæðingin láti störfin hverfa, heldur eiga aðgerðirnar að miða að því að fjölga störfum á Íslandi,“ bætir hann við. Menntamálaráðherra telur menntakerfið nokkuð vel í stakk búið. „Það sem við ætlum að gera núna til framtíðar það er að styrkja stoðirnar enn frekar og ég tel að við höfum algjörlega alla burði í það að verða framúrskarandi menntakerfi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir áherslur ráðuneytisins hvað varðar menntun og vísindi í dag.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir ýmis fjölbreytt verkefni vera í gangi er tengjast aðgerðum í þágu nýsköpunar. „Ég er mjög stolt af þessum aðgerðum. Það eru áfram heilmikil tækifæri, Twitter er að gefa út að allir starfsmenn þeirra geti unnið hvar sem er og stór fyrir tæki önnur, og smærri fyrirtæki,“ nefnir Þórdís sem dæmi. „Mér finnst þetta vera tækifæri sem aðvið getum ekki látiðfram hjá okkur fara. Ef við getum reynt aðsækja einhvern veginn öflugt fólk um víða veröld sem getur hugsað sér aðsetjast að hér, tímabundiðeða varanlega,“ segir Þórdís.
Nýsköpun Vísindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent